Þyngdaraukning við að hætta að reykja

Ásetningur og hvatning eru mikilvægustu þættirnir sem stjórna því hvort maður verður reyklaus. Þess vegna getur verið leiðinlegt að þyngjast eftir að hætt er að reykja. Manni finnst þetta hreint og beint ósanngjarnt. Hér ert þú að gera góða hluti – hættir að reykja – og þá kemur baðvogin skyndilega með leiðinlegar athugasemdir.


 

Allt um þyngdaraukningu við að hætta að reykja


Það er eðlilegt að þyngjast þegar maður hættir að reykja

Þú ert ekki eina manneskjan sem hefur þyngst eftir að hafa hætt að reykja. Þetta er ein algengasta „neikvæða“ afleiðingin af því að hætta að reykja: Fyrrum reykingamenn þyngjast yfirleitt um tvö til fjögur kíló á fyrsta reyklausa mánuðinum.

Það er eðlilegt að velta fyrir sér vali sínu um að hætta að reykja ef manni líður ekki lengur vel í líkamanum. Ásetningurinn er ótrúlega mikilvægur til að berjast á móti löngun í sígarettu. Þess vegna koma hér nokkur mikilvæg ráð til að halda ásetningnum.👌

Að þyngjast og að halda ásetningi sínum

Að þyngjast er eðlileg og vel viðráðanleg aukaverkun þess að verða reyklaus. Með réttum ráðstöfunum í mat, þjálfun og líkamsrækt verður auðveldara að halda bæði löngun í reykingar og sætindi í skefjum.

 

Af hverju þyngist maður þegar maður hættir að reykja?

Það eru margar ástæður fyrir því að fólk þyngist eftir að hafa hætt að reykja.

Nikótín hefur áhrif á brennslu líkamans með því að auka hraða efnaskiptanna. Það er staðreynd að nikótín eykur bruna hitaeininga í hvíld um 7 til 15 prósent. Án nikótíns getur brennsla líkamans hægt á sér og þú getur fengið óþarfa aukakíló.

Meiri matarlyst þegar hætt er að reykja

Tóbak hefur einnig önnur áhrif. Það getur dregið úr matarlyst. Reykingar geta valdið því að matarlystin minnkar. Með því að hætta að reykja fær líkaminn sterkari hungurskilaboð en áður – því svengri sem þú ert, því líklegra er að þú fáir þér að borða. Ósköp einfalt. 😊

Andlega hlið reykinga er einnig mikilvæg. Venjan að halda á sígarettu og fá sinn reyk getur verið jafn vanabindandi og líkamlega löngunin í nikótín. Þess vegna er mikilvægt að gera eitthvað annað með höndunum og munninum en að reykja.

Hættu að reykja án þess að þyngjast

Er hægt að hætta að reykja án þess að þyngjast? Já, það er hægt! Með því að tileinka þér hollt og gott mataræði og reglulega hreyfingu getur þú haldið mittismálinu í skefjum. 🏖

Svona dregur þú úr reykingalöngun

Það er auðveldara að segja það en framkvæma, en það er gott ráð að skipuleggja máltíðir. Ef þú borðar reglulega er líklegra að þú forðist löngun í mat þegar blóðsykurinn fellur hratt niður. Þegar þú borðar hollan og góðan mat er auðveldara að standa í lappirnar þegar þig langar í sætindi. Það geta einnig verið nokkrar freistingar heima í eldhússkápunum, þannig að þú skalt bíta saman tönnunum og henda út snakki, súkkulaði og kökum. Löngun í sætindi er eins og löngun í reyk – þetta líður hratt hjá.

  • Skipulegðu máltíðir þínar
  • Haltu blóðsykrinum jöfnum til að forðast löngun í mat
  • Borðaðu hollan mat sem inniheldur fáar hitaeiningar
  • Taktu út nammi og sætindi

Hugsaðu grænt!

Það skiptir auðvitað máli að borða hollan mat. Spurningin er auðvitað sú hvaða matur er góður þegar maður hættir að reykja. Hugsaðu grænt! Skrifaðu innkaupalista áður en þú kaupir inn og gættu þess að á listanum sé nóg af grænmeti, ávöxtum og öðrum mat sem inniheldur fáar hitaeiningar. Það eykur líkurnar á því að þú náir jafnvægi í mataræðinu. 🥗

Gott snarl

Mataræði á ekki að vera áhyggjuefni á sama tíma og maður hættir að reykja. Það er fínt að leyfa sér að borða góðan mat sem er einnig hollur. Það mikilvæga er að borða vel. Ekki hætta alveg að borða. Prófaðu snarl sem inniheldur minna af sykri.

Það getur verið gott að komast í gegnum daginn með eftirfarandi snarli:

  • Eplaskífur
  • Litlar gulrætur 🥕
  • Ósaltaðar hnetur

Stundum er það tilfinningin að hafa ekkert í munninum sem veldur vandræðum. Í staðinn fyrir sígarettu skaltu prófa:

  • Grænmeti sem snarl
  • Tyggigúmmí (sykurlaust)
  • Hálstöflur (sykurlausar)

Vatn er kannski það allra besta sem þú getur innbyrt. Eitt glas af vatni eða tvö draga úr hungurtilfinningu og minnka löngun í sætindi. Gott vökvajafnvægi hjálpar þér einfaldlega að líða mun betur.

Hættu að reykja og grenntu þig með því að stunda hreyfingu

Hefur þú hætt að reykja eða nota munntóbak og fundið fyrir þyngdaraukningu? Slakaðu á, það eru til margar leiðir til að ná niður þyngd.

Rétt mataræði skiptir máli, en líkamsrækt og hreyfing er einnig áhrifarík til að halda líkamsþyngd innan eðlilegra marka. Þú getur komist langt með einfaldri hreyfingu dags daglega:

  • Farðu upp stigann í stað þess að taka lyftuna.
  • Hjólaðu í vinnuna.
  • Farðu í gönguferð í hádeginu.

Ef þú finnur leið til líkamsræktar sem veitir þér löngun og gleði, þá verður það einfaldlega sjálfsögð leið til að berjast við hitaeiningarnar. Þjálfun hefur auk þess þann góða kost að hún hjálpar þér að losna fljótt við alla löngun í reykingar.