Hættu að reykja

Ertu búin/n að taka ákvörðun um að hætta að reykja? Er kominn tími til að hætta fyrir fullt og allt? Frábært! Þá hefur þú tekið fyrsta skrefið á vegferð þinni að reyklausu lífi, sem getur bjargað lífi þínu.

Að hætta að reykja er besta gjöfin sem þú getur gefið sjálfum þér og ættingjum þínum. Fyrst getur manni fundist að þetta sé hreinlega ekki hægt – og það er satt að það getur verið erfitt að verða reyklaus – en ávinningurinn er hins vegar mjög mikill. Betri heilsa, meiri lífsgæði og meiri orka eru meðal þeirra ávinninga sem það hefur í för með sér að sleppa sígarettunum.


 

Svona tekur þú stjórnina – 9 áhrifarík ráð til að hætta að reykja


1. Ákveddu dagsetningu til að hætta að reykja.

Þegar þú hefur ákveðið þig skaltu ákveða daginn sem þú ætlar að hætta að reykja. 📆

Að ákveða dagsetningu dálítið fram í tímann hefur kosti í för með sér. Þetta skaltu gera þangað til stóri dagurinn rennur upp:

  • Reyndu að komast að því af hverju þú hefur reykt. Skrifaðu gjarnan niður tilfinningar þínar og af hverju þú hefur viljað reykja.
  • Reyndu einnig að komast að því af hverju þú vilt hætta að reykja.

Það mun hjálpa þér þegar þú hefur hætt reykingunum. Það verður auðveldara fyrir þig að forðast eða taka stjórnina í aðstæðum sem setja löngun í reykingar af stað.

2. Veldu þína aðferð til að hætta að reykja

Það getur verið virkilega erfitt að henda bara út sígarettunum. Reykingar eru fíkn og heilinn túlkar þetta sem þörf sem ekki er mætt. Án nikótíns neyðist þú til að fara í gegnum visst fráhvarf.

Kannski áttu vin eða ættingja sem getur verið þér til stuðnings og þú getur hringt í þegar hlutirnir reynast erfiðir.

Talaðu við lækni um ólíkar aðferðir sem geta stutt við bakið á þér. Það geta verið smáforrit til að hætta að reykja, ráðgjöf, lyfjagjöf eða jafnvel dáleiðsla.

Finndu þá aðferð sem getur stutt þig og hjálpað þér þann dag sem þú ákveður að hætta að reykja.

3. Notaðu hjálpartæki til að hætta að reykja

Þegar þú hættir að reykja getur fráhvarfið valdið höfuðverk, haft áhrif á skapið og dregið úr orku þinni.

Löngunin eftir „bara einni sígarettu í viðbót“ getur verið afar sterk.

Nikótínuppbótarmeðferð í stað sígaretta getur hindrað fráhvarf. Rannsóknir sýna að notkun nikótínlyfja eykur líkurnar á því að þér takist að hætta.

Hvaða vara hentar þér?

4. Að hætta að reykja saman

Segðu vinum, fjölskyldu og vinnufélögum frá því að þú ætlir að reyna að hætta að reykja. Þá getur þú fengið hvatningu og stuðning frá nærumhverfi þínu, einkum þegar þig langar mikið til að reykja. 👨🏾‍🤝‍👨🏻👩🏾‍🤝‍👩🏼

Það eru til námskeið í hugrænni atferlismeðferð sem eru sérstaklega ætluð reykingafólki, sem þú getur farið á.

Hugræn atferlismeðferð hjálpar þér að skapa leiðir sem virka til að hætta að reykja. Í sumum tilvikum dugar bara að mæta í nokkur skipti.

5. Forðastu triggera

Áfengisneysla getur gert þér erfiðara um vik að halda fast í ásetning þinn um að hætta að reykja. Það er góð hugmynd að forðast eða takmarka áfengisneyslu þína.

Aðrir triggerar geta verið sígarettan sem þú fékkst þér alltaf með kaffinu á morgnana. Það getur verið gott að drekka bara te í nokkrar vikur.

Reykir þú oftast eftir matinn? Finndu eitthvað annað sem fangar hugann eins og:

  • Burstaðu tennurnar
  • Farðu í gönguferð
  • Talaðu við vin
  • Tyggðu eitthvað

6. Taktu til heima.

Hreinsaðu út alla hluti sem minna þig á reykingar.

Þvoðu öll fötin þín. Þú vilt ekki sjá eða finna fyrir einhverju sem minnir á reykingar.

7. Hækkaðu púlsinn

Ein leið til að draga úr reykingalöngun er að halda sér alltaf á hreyfingu:

  • Reimaðu á þig hlaupaskóna.
  • Farðu út að ganga með hundinn.
  • Hreinsaðu arfa úr garðinum.
  • Prófaðu eitthvað nýtt. Kannski jóga? 🤸‍♀️

Það hjálpar! Þær hitaeiningar sem þú brennir eru svo auka ávinningur ásamt ferska loftinu. Það vinnur gegn því að þú þyngist þegar þú hættir að reykja.

8. Drekktu vatn

Drekktu mikið vatn! 💧

  • Það er mikilvægt að drekka nóg.
  • Vatn getur dregið úr ertingarhósta.
  • Vatn kemur í veg fyrir sífellt nart.
  • Góð vatnsdrykkja ásamt trefjaríkum mat hjálpar til við að halda maganum í góðu formi.

9. Reyndu aftur

Ef þú fellur skaltu ekki brjóta þig niður. Reyndu aftur. Það eru margir sem falla mörgum sinnum áður en þeim tekst að ná að lifa reyklausu lífi. Gleymdu ekki að þakka fyrir þær sígarettur sem þú reyktir ekki í það skiptið. Hver einasta tilraun til að hætta að reykja er jákvæð fyrir heilsu þína! 💪

Íhugaðu hvað olli því að þú féllst, hverjar kringumstæðurnar voru og hvaða tilfinning fylgdi. Notaðu innsæi þitt til að mynda og styrkja ásetning þinn um að hætta að reykja.

Veldu síðan nýja dagsetningu til að hætta, helst innan eins mánaðar.

 

Meðganga og brjóstagjöf

Ef þú ert barnshafandi skaltu forðast tóbak og nikótín algjörlega. Tóbaksnotkun móður hefur mjög neikvæð áhrif á fóstur. Hætta skapast á því að barnið fæðist léttara eða vanskapað, vandkvæðum við fæðingu og einnig er aukin áhætta á skyndilegum ungbarnadauða eftir fæðingu.

Konur með barn á brjósti skulu ekki nota neitt tóbak né nikótínvörur. Nikótínið fer hratt út í brjóstamjólkina og berst þannig áfram til ungabarnsins. Þannig getur það haft áhrif á barnið þitt. 👶

Leitaðu ráða hjá lækni, lyfjafræðingi eða hjúkrunarfræðingi um notkun nikótíns ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti.

Hvernig hjálpa ég maka mínum að hætta að reykja?

Ef þú býrð með reykingamanneskju sem vill hætta að reykja þá eru nokkrir hlutir sem þú getur gert til að auðvelda honum eða henni lífið:

  • Veittu stuðning án þess að predika. Legðu áherslu á það að þið viljið lifa sem lengst saman og bentu á hagnýta kosti þess þegar maki þinn hættir að reykja. Reiknaðu t.d. út peningana sem þið sparið þegar hætt er.
  • Hjálpaðu maka þínum að finna lyf eða efni sem geta komið í staðinn fyrir nikótín og sem hentar honum eða henni. Þú getur einnig verið hjálpleg/ur með að tryggja að viðeigandi lyf eða efni séu alltaf tiltæk.
  • Þú getur boðið maka þínum að taka þátt í hlutum sem fá hann til að hugsa um annað en reykingar.