Að draga úr reykingalöngun með nikótínúða

Sífellt fleiri eru að uppgötva nikótínlyf í formi munnholsúða, sem einnig kallast nikótínúði. Það er auðvelt að skilja af hverju úðinn er svona vinsæll. Nikótínúði er sniðug, fyrirferðarlítil og skilvirk lausn sem hefur skjóta verkun gegn löngun í reykingar. Hann er auk þessa mjög einfaldur í notkun – hvar sem þú ert – og auk þess er bragðið mjög gott!

Enginn segir að það sé auðvelt að hætta að reykja – þvert á móti er það raunveruleg áskorun sem veldur bæði andlegu og líkamlegu álagi á þá sem taka skrefið. Þess vegna er mikilvægt að gefa sjálfum sér réttu verkfærin og nikótínúði auðveldar þér að hætta að reykja.


 

Allt sem þú þarft að vita um munnholsúða með nikótíni


Af hverju á ég að velja nikótínúða?

Ert þú rétt að hefja vegferð þína að tóbaksleysi? Mundu að mismunandi nikótínlyf henta mismunandi fólki. Vertu óhrædd/ur við að prófa ólíkar tegundir til að vera viss um að þú sért að fá réttan stuðning. Hugsaðu líka um að nota lyf sem hentar þínum lífsstíl. Það verður að virka og vera aðgengilegt þegar þú þarft á því að halda.

Reykingalöngunin tekur ekki tillit til áætlana þinna – ef þú finnur fyrir mikilli löngun í vinnunni átt þú að geta höndlað fráhvarfið þar jafn auðveldlega eins og heima. Þegar þú hefur fundið aðstoð við að hætta að reykja sem virkar í öllum þáttum daglegs lífs verður miklu auðveldara að hætta að reykja í eitt skipti fyrir öll.

Nikótínúði passar þér ef:

  • Þú vilt fá skjóta virkni gegn reykingalönguninni
  • Þér líkar ekki við tyggigúmmí eða aðrar tegundir nikótínvara
  • Þú vilt fá nikótínlyf sem er gott á bragðið
  • Þú vilt fá hjálp sem er á hagstæðu verði

Vilt þú fá skjóta virkni gegn reykingalöngun og fráhvarfseinkennum? Viltu fá aðstoð sem er auðveld í notkun? Þá er nikótínúðinn góður kostur. Úðahylkið er fyrirferðarlítið svo auðvelt er að taka það með sér. Með einu úðaskammti líður þér betur á innan við mínútu.

Nikótínúði er einnig góður valkostur ef þér líður almennt ekki vel með öðrum tegundum nikótínlyfja. Kannski ertu með viðkvæmar tennur eða átt erfitt með að tyggja og átt því erfitt með að nota tyggigúmmí? Eða kannski finnur þú fyrir því að nikótínplástrar erta húð þína eða slá ekki nægilega á reykingalöngunina þegar hún kemur skyndilega upp auk þess sem þú getur ekki haft mikil áhrif á skammtastærðir. Nikótínúðinn gæti þá hentað þínum þörfum betur.

Hvernig virkar nikótínúði?

Það er mjög einfalt að nota nikótínúða. Svona gerir þú það, skref fyrir skref:

  • Náðu í úðahylkið þegar þú finnur fyrir reykingalöngun. (Mundu að nota ekki úðann á meðan þú borðar eða drekkur.)
  • Taktu út úðarörið og settu það í munninn, á milli kinnar og tanna.
  • Úðaðu einu sinni til tvisvar (Ráðlagður skammtur er 1–2 sinnum á klukkustund. Hámark 64 úðar á sólarhring.) Víxlaðu á milli bæði hægri og vinstri kinnar. Þegar þú hefur fundið stöðugleika og fengið næga hjálp gegn reykingalönguninni er kominn tími til að draga úr fjölda úðaskammta.
  • Á einni mínútu finnur þú að reykingalöngunin minnkar.

Kostir og ókostir við nikótínúða?

Eins og gildir um öll nikótínlyf eru bæði kostir og ókostir við nikótínúðann. Hvað hentar hverjum og einum er mjög einstaklingsbundið –  fólk er með ólíkan smekk.

 

Kostir nikótínúða:

  • Einfalt í notkun
  • Hægt að nota hvar sem er
  • Gott, ferskt bragð
  • Skjót áhrif og dregur verulega úr reykingalöngun

Ókostir nikótínúða:

  • Ýmsar aukaverkanir (sjá hér að neðan)
  • Þú gætir fundið fyrir mjög miklum áhrifum þar sem allur nikótínskammturinn kemur í einum skammti.

Mörgum finnst gott að hafa eitthvað í höndunum þegar þeir reyna að hætta að nota sígarettur og hentar nikótínúðinn þeim vel.

Get ég fengið aukaverkanir af nikótínúða?

Nikótín, sem er virka efnið í munnholsúðanum, getur valdið óþægindum ef það er gefið í röngum skammtastærðum – jafnvel hjá þeim sem eru vanir að nota tóbak. Of stór skammtur af nikótíni, stærri en venjulega, getur m.a. valdið eftirfarandi:

  • hröðum hjartslætti
  • svitaköstum
  • ógleði
  • höfuðverk

Nikótínúði getur sérstaklega valdið:

  • hiksta
  • höfuðverk
  • ertingu í hálsi
  • breyttri skynjun á bragði
  • þurrk í munni, eða aukinni munnvatnsframleiðslu
  • magaverkjum og öðrum meltingarvandamálum
  • þreytu

Lestu alltaf fylgiseðilinn og taktu eftir öllum aukaverkunum þegar þú notar lyf.

Ef þú ert með börn heima skaltu gæta þess að geyma nikótínúðann þar sem börn hvorki ná til né sjá. Nikótín getur verið mjög skaðlegt börnum, í verstu tilfellum lífshættulegt.

Ég gleypti nikótínúðann – hvað gerist þá?

Ef þú gleypir munnholsúða með nikótíni getur það verið óþægileg tilfinning, þar sem þú finnur sterklega fyrir nikótíninu í munnvatninu. Engin heilsufarsleg áhætta fylgir því að gleypa hóflegan úðaskammt, þar sem maginn tekur síður upp nikótín en munnurinn.

Það er hins vegar auðvelt að nota nikótínúða á réttan hátt. Litla rörið eða pípan á hylkinu gerir það létt að staðsetja pípuna við kinnina þannig að þú eigir ekki á hættu að úðaskammturinn fari á vitlausan stað.

Hversu mikið nikótín er til staðar í nikótínúða?

  • Stórt hylki – 200 úðaskammtar

Úðahylki er – 200 úðaskammtar.  Einn úðaskammtur inniheldur 1 mg nikótín.
Berðu það saman við eina sígarettu sem inniheldur 12 mg að meðaltali og venjulega inniheldur hver munntóbaksvöndull 8 mg af nikótíni.

Ertu forvitinn að vita hvort munnholsúði er rétta nikótínlyfið handa þér? Byrjaðu þá á því að kaupa litla hylkið. Ef þér finnst það virka og ef þú færð þá aðstoð sem þú þarft er stóra hylkið hagkvæmari kostur.

Hversu lengi þarf ég að nota úðann?

Löngun í reykingar, fráhvarfseinkenni og allt ferlið við að komast yfir í reyklaust líf er mjög einstaklingsbundið – sumir eru fljótir að ná árangri á meðan aðrir þurfa að ganga í gegnum miklu meiri erfiðleika. Með erfiðum dögum, slæmum fráhvarfseinkennum og svo gerist það oft að fólk gefst upp.

Hversu lengi þarf að nota úðann er að sjálfsögðu einstaklingsbundið en venjulegt meðferðartímabil með munnholsúða er a.m.k. þrír mánuðir. Eftir það getur þú farið að trappa notkun þína smám saman niður. Ef þú kemst niður í einn til tvo skammta á dag getur verið kominn tími til að ljúka meðferð.

Á sama tíma getur verið gott að vera með úðann við höndina, jafnvel þótt þú sért reyklaus. Þá getur þú höndlað skyndilega löngun í reykingar sem getur komið upp. Oft er það eitthvað í hversdagsleikanum sem framkallar löngunina – eitthvað sem minnir þig ómeðvitað á sígarettur og reykingar. Heilinn spilar með þig og setur í gang gömlu löngunina jafnvel þótt líkaminn sé ekki háður nikótíni lengur að neinu leyti.

Mundu að þú ert að hætta að reykja á eigin forsendum – settu þér markmið sem henta þér! Þú ert hetja í hvert skipti sem þú nærð að sleppa því að reykja.

Nikótínúði á meðgöngu eða við brjóstagjöf?

Ef þú ert barnshafandi skaltu forðast tóbak og nikótín algjörlega. Í dag liggja fyrir skýrar rannsóknarniðurstöður sem sýna hvernig fóstur skaðast ef móðirin notar tóbak á meðgöngu. Meðal annars skerðist blóðflæði vegna nikótíns til legkökunnar og til legsins, sem getur síðan dregið úr og hamlað vexti og þroska fóstursins.

Þú skalt einnig forðast tóbak og nikótínlyf ef þú ert með barn á brjósti. Nikótínið berst með brjóstamjólkinni og áfram til barnsins þegar það nærist.

Ef þú veist ekki hvað þú átt að gera við tóbaksneyslu þína eða nikótínmeðferð þegar þú ert þunguð eða með barn á brjósti skaltu spyrja lækna eða ljósmóður til að sjá hvaða tegund aðstoðar eða hvers konar meðferð gæti hentað þínum þörfum.

Er nikótínúði hættulegur?

Ef þú notar úðann á réttan átt, þ.e.a.s. til að venja þig af reykingum og vinna gegn fráhvarfseinkennum er úðinn frábært hjálpartæki. Úðinn er skaðlegur börnum – nikótín getur verið mjög hættulegt heilsu þeirra – þess vegna skaltu passa að börn komist ekki í úðann.

Ef þú upplifir erfiðleika skaltu fá ráð hjá lækninum. Það er nógu erfitt að hætta að reykja – þú átt ekki að þurfa að nota nikótínlyf sem henta þér ekki. Í dag eru margir aðrir valkostir og það er ekki erfitt að finna eitthvað sem hentar þér.

 

Örugg og skilvirk notkun Zonnic nikótínúða

Til þess að meðferð þín verði eins skilvirk og örugg og hægt er skaltu alltaf lesa fylgiseðilinn áður en þú notar Zonnic nikótínúða. Fyrst og fremst er mikilvægt að þú skammtir úðaskammta samkvæmt ráðleggingum. Bæði of lágur og of hár skammtur getur dregið úr líkunum á því að meðferðin takist.