Að draga úr reykingalöngun með nikótínúða

Sífellt fleiri eru að uppgötva nikótínlyf í formi munnholsúða, sem einnig kallast nikótínúði. Það er auðvelt að skilja af hverju úðinn er svona vinsæll. Nikótínúði er sniðug, fyrirferðarlítil og skilvirk lausn sem hefur skjóta verkun gegn löngun í reykingar. Hann er auk þessa mjög einfaldur í notkun – hvar sem þú ert – og auk þess er bragðið mjög gott!

Enginn segir að það sé auðvelt að hætta að reykja – þvert á móti er það raunveruleg áskorun sem veldur bæði andlegu og líkamlegu álagi á þá sem taka skrefið. Þess vegna er mikilvægt að gefa sjálfum sér réttu verkfærin og nikótínúði auðveldar þér að hætta að reykja.


 

Allt sem þú þarft að vita um munnholsúða með nikótíni


Af hverju á ég að velja nikótínúða?

Ert þú rétt að hefja vegferð þína að tóbaksleysi? Mundu að mismunandi nikótínlyf henta mismunandi fólki. Vertu óhrædd/ur við að prófa ólíkar tegundir til að vera viss um að þú sért að fá réttan stuðning. Hugsaðu líka um að nota lyf sem hentar þínum lífsstíl. Það verður að virka og vera aðgengilegt þegar þú þarft á því að halda.

Reykingalöngunin tekur ekki tillit til áætlana þinna – ef þú finnur fyrir mikilli löngun í vinnunni átt þú að geta höndlað fráhvarfið þar jafn auðveldlega eins og heima. Þegar þú hefur fundið aðstoð við að hætta að reykja sem virkar í öllum þáttum daglegs lífs verður miklu auðveldara að hætta að reykja í eitt skipti fyrir öll.

Nikótínúði passar þér ef:

  • Þú vilt fá skjóta virkni gegn reykingalönguninni
  • Þér líkar ekki við tyggigúmmí eða aðrar tegundir nikótínvara
  • Þú vilt fá nikótínlyf sem er gott á bragðið
  • Þú vilt fá hjálp sem er á hagstæðu verði

Vilt þú fá skjóta virkni gegn reykingalöngun og fráhvarfseinkennum? Viltu fá aðstoð sem er auðveld í notkun? Þá er nikótínúðinn góður kostur. Úðahylkið er fyrirferðarlítið svo auðvelt er að taka það með sér. Með einu úðaskammti líður þér betur á innan við mínútu.

Nikótínúði er einnig góður valkostur ef þér líður almennt ekki vel með öðrum tegundum nikótínlyfja. Kannski ertu með viðkvæmar tennur eða átt erfitt með að tyggja og átt því erfitt með að nota tyggigúmmí? Eða kannski finnur þú fyrir því að nikótínplástrar erta húð þína eða slá ekki nægilega á reykingalöngunina þegar hún kemur skyndilega upp auk þess sem þú getur ekki haft mikil áhrif á skammtastærðir. Nikótínúðinn gæti þá hentað þínum þörfum betur.

Hvernig virkar nikótínúði?

Það er mjög einfalt að nota nikótínúða. Svona gerir þú það, skref fyrir skref:

  • Náðu í úðahylkið þegar þú finnur fyrir reykingalöngun. (Mundu að nota ekki úðann á meðan þú borðar eða drekkur.)
  • Taktu út úðarörið ef það er til staðar, sjá Zonnic Munnúði. Settu rörið í munninn, á milli kinnar og tanna.
  • Úðaðu einu sinni til tvisvar (Ráðlagður skammtur er 1–2 sinnum á klukkustund. Hámark 64 úðar á sólarhring.) Víxlaðu á milli bæði hægri og vinstri kinnar. Þegar þú hefur fundið stöðugleika og fengið næga hjálp gegn reykingalönguninni er kominn tími til að draga úr fjölda úðaskammta.
  • Á einni mínútu finnur þú að reykingalöngunin minnkar.

Kostir og ókostir við nikótínúða?

Eins og gildir um öll nikótínlyf eru bæði kostir og ókostir við nikótínúðann. Hvað hentar hverjum og einum er mjög einstaklingsbundið –  fólk er með ólíkan smekk.

 

Kostir nikótínúða:

  • Einfalt í notkun
  • Hægt að nota hvar sem er
  • Gott, ferskt bragð
  • Skjót áhrif og dregur verulega úr reykingalöngun

Ókostir nikótínúða:

  • Ýmsar aukaverkanir (sjá hér að neðan)
  • Þú gætir fundið fyrir mjög miklum áhrifum þar sem allur nikótínskammturinn kemur í einum skammti.

Mörgum finnst gott að hafa eitthvað í höndunum þegar þeir reyna að hætta að nota sígarettur og hentar nikótínúðinn þeim vel.

Get ég fengið aukaverkanir af nikótínúða?

Nikótín, sem er virka efnið í munnholsúðanum, getur valdið óþægindum ef það er gefið í röngum skammtastærðum – jafnvel hjá þeim sem eru vanir að nota tóbak. Of stór skammtur af nikótíni, stærri en venjulega, getur m.a. valdið eftirfarandi:

  • hröðum hjartslætti
  • svitaköstum
  • ógleði
  • höfuðverk

Nikótínúði getur sérstaklega valdið:

  • hiksta
  • höfuðverk
  • ertingu í hálsi
  • breyttri skynjun á bragði
  • þurrk í munni, eða aukinni munnvatnsframleiðslu
  • magaverkjum og öðrum meltingarvandamálum
  • þreytu

Lestu alltaf fylgiseðilinn og taktu eftir öllum aukaverkunum þegar þú notar lyf.

Ef þú ert með börn heima skaltu gæta þess að geyma nikótínúðann þar sem börn hvorki ná til né sjá. Nikótín getur verið mjög skaðlegt börnum, í verstu tilfellum lífshættulegt.

Ég gleypti nikótínúðann – hvað gerist þá?

Ef þú gleypir munnholsúða með nikótíni getur það verið óþægileg tilfinning, þar sem þú finnur sterklega fyrir nikótíninu í munnvatninu. Engin heilsufarsleg áhætta fylgir því að gleypa hóflegan úðaskammt, þar sem maginn tekur síður upp nikótín en munnurinn.

Það er hins vegar auðvelt að nota nikótínúða á réttan hátt. Litla rörið eða pípan á hylkinu gerir það létt að staðsetja pípuna við kinnina þannig að þú eigir ekki á hættu að úðaskammturinn fari á vitlausan stað.

Hversu mikið nikótín er til staðar í nikótínúða?

  • Stórt hylki – 200 úðaskammtar
  • Lítið hylki – 40 úðaskammtar

Úðahylkin eru til í tveimur útgáfum – 200 úðaskammtar og 40 úðaskammtar.  Einn úðaskammtur inniheldur 1 mg nikótín.
Berðu það saman við eina sígarettu sem inniheldur 12 mg að meðaltali og venjulega inniheldur hver munntóbaksvöndull 8 mg af nikótíni.

Ertu forvitinn að vita hvort munnholsúði er rétta nikótínlyfið handa þér? Byrjaðu þá á því að kaupa litla hylkið. Ef þér finnst það virka og ef þú færð þá aðstoð sem þú þarft er stóra hylkið hagkvæmari kostur.

Hversu lengi þarf ég að nota úðann?

Löngun í reykingar, fráhvarfseinkenni og allt ferlið við að komast yfir í reyklaust líf er mjög einstaklingsbundið – sumir eru fljótir að ná árangri á meðan aðrir þurfa að ganga í gegnum miklu meiri erfiðleika. Með erfiðum dögum, slæmum fráhvarfseinkennum og svo gerist það oft að fólk gefst upp.

Hversu lengi þarf að nota úðann er að sjálfsögðu einstaklingsbundið en venjulegt meðferðartímabil með munnholsúða er a.m.k. þrír mánuðir. Eftir það getur þú farið að trappa notkun þína smám saman niður. Ef þú kemst niður í einn til tvo skammta á dag getur verið kominn tími til að ljúka meðferð.

Á sama tíma getur verið gott að vera með úðann við höndina, jafnvel þótt þú sért reyklaus. Þá getur þú höndlað skyndilega löngun í reykingar sem getur komið upp. Oft er það eitthvað í hversdagsleikanum sem framkallar löngunina – eitthvað sem minnir þig ómeðvitað á sígarettur og reykingar. Heilinn spilar með þig og setur í gang gömlu löngunina jafnvel þótt líkaminn sé ekki háður nikótíni lengur að neinu leyti.

Mundu að þú ert að hætta að reykja á eigin forsendum – settu þér markmið sem henta þér! Þú ert hetja í hvert skipti sem þú nærð að sleppa því að reykja.

Nikótínúði á meðgöngu eða við brjóstagjöf?

Ef þú ert barnshafandi skaltu forðast tóbak og nikótín algjörlega. Í dag liggja fyrir skýrar rannsóknarniðurstöður sem sýna hvernig fóstur skaðast ef móðirin notar tóbak á meðgöngu. Meðal annars skerðist blóðflæði vegna nikótíns til legkökunnar og til legsins, sem getur síðan dregið úr og hamlað vexti og þroska fóstursins.

Þú skalt einnig forðast tóbak og nikótínlyf ef þú ert með barn á brjósti. Nikótínið berst með brjóstamjólkinni og áfram til barnsins þegar það nærist.

Ef þú veist ekki hvað þú átt að gera við tóbaksneyslu þína eða nikótínmeðferð þegar þú ert þunguð eða með barn á brjósti skaltu spyrja lækna eða ljósmóður til að sjá hvaða tegund aðstoðar eða hvers konar meðferð gæti hentað þínum þörfum.

Er nikótínúði hættulegur?

Ef þú notar úðann á réttan átt, þ.e.a.s. til að venja þig af reykingum og vinna gegn fráhvarfseinkennum er úðinn frábært hjálpartæki. Úðinn er skaðlegur börnum – nikótín getur verið mjög hættulegt heilsu þeirra – þess vegna skaltu passa að börn komist ekki í úðann.

Ef þú upplifir erfiðleika skaltu fá ráð hjá lækninum. Það er nógu erfitt að hætta að reykja – þú átt ekki að þurfa að nota nikótínlyf sem henta þér ekki. Í dag eru margir aðrir valkostir og það er ekki erfitt að finna eitthvað sem hentar þér.

Hér getur þú lesið um fleiri ráð til að hætta að reykja.

Örugg og skilvirk notkun Zonnic nikótínúða

Til þess að meðferð þín verði eins skilvirk og örugg og hægt er skaltu alltaf lesa fylgiseðilinn áður en þú notar Zonnic nikótínúða. Fyrst og fremst er mikilvægt að þú skammtir úðaskammta samkvæmt ráðleggingum. Bæði of lágur og of hár skammtur getur dregið úr líkunum á því að meðferðin takist.

Nikótínlyf

Stuðningur. Raunveruleg hjálp. Vinur í raun. Þannig má lýsa nikótínlyfjum. Allir sem ætla að hætta að reykja standa á krossgötum. Þeir sem eru að hugsa um að hætta reykingum standa á tímamótum. Að taka fyrsta skrefið er upphafið á erfiðu ferðalagi í átt að reyklausu lífi. Áfangastaðurinn er heilsusamlegra og mjög líklega lengra líf.

Á sama tíma vita allir sem hafa reynt að hætta að reykja að þessi vegferð er ekki auðveld. Fráhvarfseinkenni, angist, erfiðleikar við að einbeita sér, svo eitthvað sé nefnt. Það er erfitt að komast í gegnum slíkar hindranir, þótt maður sé sterkur. 🏋️‍♂️

Þess vegna er gott að vita af því að til er góð og skilvirk hjálp. Nikótínuppbótarmeðferð er besti vinur þinn á vegferð þinni að síðustu sígarettunni og hjálpar þér að stjórna verstu fráhvarfseinkennunum. Nikótínuppbótarmeðferð kemur í mismunandi útgáfum – sem tyggigúmmí, plástrar, úðar og sogtöflur – sem þýðir að þú getur fundið nikótínlyf sem hentar þér.

Það er auðveldara að taka stóra skrefið með aðstoð nikótínlyfja og hefja þannig vegferð þína að reyklausu lífi.


 

Allt sem þú þarft að vita um nikótínlyf


Hvað eru nikótínlyf?

Það eru til margar mismunandi tegundir af lyfjum og meðferðum sem teljast til nikótínlyfja. Stundum er talað um „lyf sem kemur í staðinn fyrir nikótín“, þar sem lyfið inniheldur yfirleitt nikótín sem kemur í staðinn fyrir það nikótín sem tekið er inn með reykingum. 🚭

Hverjir eru kostir og gallar nikótínlyfja?

Eins og með öll nikótínlyf þá eru bæði kostir og gallar. Hvað hentar þér best er mjög einstaklingsbundið þar sem væntingar fólks eru mismunandi.

Kostir:

  • Auðvelt í notkun
  • Hægt að nota hvar sem er
  • Ferskt bragð
  • Skjót virkni við að draga úr tóbakslöngun
  • Getur haldið þér uppteknum, sem getur verið kostur fyrir þá sem eru að hætta í sígarettum.

Ókostir:

  • Hætta á mismunandi aukaverkunum (sjá hér að neðan)
  • Sterk áhrif þar sem áhrif alls nikótínskammtsins kemur fram í einu

 

Hvaða nikótínlyf eru fáanleg?

Algeng nikótínlyf eru

Með nikótínlyfjum getur þú sjálf/ur ákveðið hversu stóran skammt þú tekur og hve oft þú tekur nikótín (fyrir utan forðaplástur), en mundu: Þú nærð bestum árangri ef þú tekur þann skammt sem er ráðlagður.

Hægt er að kaupa nikótínlyf án lyfseðils ef þú ert 18 ára eða eldri. Yngri þurfa að framvísa lyfseðli. Þú finnur nikótínlyf í apótekinu og jafnvel í mörgum matvöruverslunum og í tóbaksverslunum.

Hvaða nikótínlyf er best?

Hver er besta leiðin til að skoða það? Úrvalið er jú svo mikið – það er hægt að velja á milli margra mismunandi nikótínlyfja. Það er ekki auðvelt að vita nákvæmlega hvaða meðferð hentar þér best í baráttunni gegn nikótínfíkninni. Það fer allt eftir því hvernig einstaklingur þú ert.

Er erfitt að velja? Byrjaðu á því að spyrja sjálfa/n þig nokkurra spurninga, til dæmis:

  • Hve sterk er nikótínlöngun mín þegar ég reyki ekki?
  • Hvaða leið myndi henta mér best til að fá nikótín í líkamann?
  • Er ég með viðkvæma húð?
  • Finnst mér óþægilegt að nota nefúða?
  • Á ég erfitt með að tyggja?
  • Vil ég dauft eða sterkt bragð?
  • Vil ég nota fyrirferðarlitla vöru sem sést ekki?
  • Vil ég skjótvirk eða langvarandi áhrif?

Með því að kanna hvað hentar þér og hvað hentar þér ekki verður auðveldara að finna þá aðferð sem hentar þér sem best.

Ertu ekki hrifin/n af tyggigúmmí? Þá gæti nikótínplástur verið besti kosturinn fyrir þig.

Viltu nikótínuppbótarmeðferð þar sem þú getur haft eitthvað í munninum? Munnsogstöflur eða munnholsúða til inntöku gæti þá hentað þér best.

Hvernig virka nikótínlyf?

Einfalda svarið er að nikótínlyf innihalda nikótín, sem er efnið sem gerir það að verkum að maður verður háður sígarettum og munntóbaki.  Með því að nota nikótínlyf er hægt að meðhöndla löngun í nikótín án þess að fá í sig þúsundir annarra skaðlegra efna sem maður fær í sig með því að reykja.

Nemar í heila þínum sem bregðast við nikótíni eru sömu nemar og kveikja í tóbaksfíkninni og þessir viðtakar eru örvaðir með nikótínuppbótarmeðferð en valda minni skaða fyrir heilsu þína.

Með því að stilla löngun þína í nikótín í hóf með hjálp nikótínlyfja nærð þú á sama tíma tökum á fráhvarfseinkennunum.

  • Þú finnur fyrir minni kvíða
  • Þú átt auðveldara með einbeitingu
  • Þú sefur betur
  • Skapsveiflur minnka
  • Þú færð betri matarlyst

Ertu háð/ur nikótínlyfi?

Líkaminn tekur upp nikótínið í nikótínlyfinu hægar en með sígarettureykingum, en þar sem nikótín er ávanabindandi er alltaf sú hætta fyrir hendi að verða háð/ur nikótínlyfinu. Það er ekki besta leiðin og þú vilt ekki skipta einni fíkn út fyrir aðra en það að vera háður nikótínplástrum eða nikótíntyggigúmmíi er betra en að reykja þar sem þú forðast öll skaðlegu efnin í sígarettureyknum.👍

Hættu að reykja með nikótíntyggigúmmíi

Þú stjórnar sjálf/ur losun nikótíns með því að tyggja og getur þannig aðlagað áhrif tyggigúmmísins að eigin þörfum. Tyggigúmmí er fyrirferðarlítið og auðvelt er að taka það með sér í vasann eða í töskuna til að það sé alltaf til staðar þegar þú finnur að löngunin í reykingar byrjar að angra þig.

Með mismunandi styrkleikum og bragðtegundum getur þú fundið nikótíntyggigúmmí sem passar þér á vegferð þinni að reykleysi. Þú finnur nikótíntyggigúmmí í næsta apóteki og í matvöruverslunum.

Hættu að reykja með nikótínúða

Þú dregur úr reykingaþörf með einföldum úðaskömmtum. Svona virkar nikótínúði. Þú setur stútinn í munninn, beinir honum að kinninni innan frá og úðar tvisvar milli tanna og kinnar. Innan einnar mínútu finnur þú fyrir áhrifunum, með minni löngun í reykingar og minni fráhvarfseinkennum.

Níkótínúði er nútímalegt og áhrifaríkt nikótínlyf sem er auðvelt í notkun, einfalt að hafa á sér og með skjóta virkni.  Góða, ferska bragðið sem frískar upp á munninn er stór kostur. Nikótínúða kaupir þú í apóteki eða í matvöruverslun.

Hættu að reykja með nikótínplástrum

Nikótínplástrar eru eitt mest rannsakaða og notaða nikótínlyfið. Með því að setja plásturinn á húðina færð þú hjálp gegn löngun í reykingar þar sem lítið og jafnt magn af nikótíni berst inn í líkamann yfir daginn. Reykingalönguninni er haldið í skefjum og þú getur einbeitt þér að öðrum mikilvægari hlutum.

Hægt er að fá nikótínplástra með ólíka verkun, magn af nikótíni og í ólíkum stærðum.

Hættu að reykja með nikótínsogtöflum

Með öskju af nikótínsogtöflum í vasanum ertu reiðubúin/n þegar reykingalöngunin vaknar. Þú notar töflurnar á sama hátt og hefðbundnar hálstöflur og þú finnur að þær virka hratt – innan nokkurra mínútna losnar þú við verstu fráhvarfseinkennin og í staðinn færðu gott bragð í munninn og ert tilbúin/n til að einbeita þér að viðfangsefnum dagsins.

Nikótínsogtöflur eru til í mismunandi styrkleikum fyrir ólíkar þarfir. Sogtöflur eru fáanlegar í apótekum og völdum matvöruverslunum. Töflurnar eru góður valkostur fyrir þá sem vilja ekki tyggja tyggigúmmí en kunna að meta ferska myntubragðið.

Nikótínlyf og börn, meðganga og brjóstagjöf.

Það er hættulegt að reykja eða nota munntóbak á meðgöngu. Nikótín og kemísk efni í tóbaki geta haft mjög skaðleg áhrif á fóstrið og auka einnig hættuna á fósturláti. Nikótínuppbótarmeðferð hentar því ekki á meðgöngu. 🤰

Nikótín fer einnig í brjóstamjólk ef móðir reykir, notar munntóbak eða nikótínuppbótarmeðferð. Það þýðir að barn sem er á brjósti fær í sig nikótín úr mjólkinni, sem getur leitt til þess að barnið lendi í öndunarerfiðleikum, fái niðurgang, líði illa og eigi erfitt með svefn.

Ræddu við lækninn um hvaða nikótínlausu aðferðir til að hætta að reykja geta skilað árangri á meðgöngu eða með barn á brjósti.

Champix og Zyban –lyfseðilsskyld lyf án nikótíns

Champix

Til eru lyfseðilsskyld lyf sem innihalda ekki nikótín sem aðstoða einstaklinga sem háðir eru nikótíni við að hætta að reykja. Dæmi um slíkt lyf er Champix. Champix inniheldur virka efnið vareniklin, sem gefur nikótínlíka örvun sem er nægilega mikil til að draga úr reykingaþörf og fráhvarfseinkennum. Vareniklin minnkar einnig jákvæða upplifun reykinga með því að hindra bindingu nikótíns við nema í heila. Það verður því tilgangslaust að reykja, þar sem þú færð ekki nikótínáhrifin.

Zyban

Lyfið Zyban inniheldur efni sem kallast bupropion. Það dregur úr löngun í reykingar auk þess sem það getur minnkað önnur fráhvarfseinkenni. Þetta lyf má nota ásamt annarri stuðningsmeðferð og er það stundum notað samhliða nikótínlyfjum.

Hvað gerist í líkamanum þegar ég hætti að nota munntóbak?

Skapsveiflur, svimi, ógleði. Já, að hætta að nota munntóbak felur í sér fjölda mismunandi áskorana og þú munt taka eftir því að það gerist mikið í líkamanum þegar hann fær ekki lengur sinn daglega nikótínskammt. Það sem verður augljósast eru hin erfiðu fráhvarfseinkenni sem geta valdið því að þér líði verulega illa. En vertu róleg/ur – það eru mörg góð ráð um hvernig er best að meðhöndla fráhvarfið og hvernig þú getur aukið möguleika þína á að losna alveg við munntóbak.

Mundu einnig að þessar erfiðu tilfinningar eru tímabundnar. Brátt hverfa fráhvarfseinkennin og þér mun líða vel á ný.


 

Þetta gerist í líkamanum þegar þú hættir að nota munntóbak – dag fyrir dag.


  • Fráhvarfseinkennin birtast bæði á líkamlegan og andlegan hátt

    • Ógleði. Líkaminn bregst við á mismunandi hátt þegar nikótínið hverfur úr líkamanum og löngunin tekur við. Margir finna fyrir verulegri ógleði.
    • Svimi. Nikótín hækkar blóðþrýsting. Þegar þú hættir að gefa líkamanum nikótín getur blóðþrýstingurinn lækkað – og það getur orsakað það að þú upplifir svima.
    • Svefnerfiðleikar. Þegar líkaminn stillir sig inn á það að lifa án nikótíns getur það truflað svefnvenjur þínar. Reyndu að finna leið til að slaka á – góður svefn er mikilvægur þáttur í betri heilsu.
    • Magavandamál og hægðatregða. Það er alls ekki óvenjulegt að finna fyrir vandamálum í þörmum og maga þegar hætt er að nota munntóbak. Hægðatregða er algengt vandamál. Það getur verið gott að drekka mikið af vatni á þessu tímabili – það hjálpar þörmunum og gerir það að verkum að maginn verður virkari.
    • Höfuðverkur. Hjá sumum getur nikótínlöngunin komið fram sem mikill höfuðverkur. Þetta er erfitt og pirrandi en hjá flestum er um tímabundinn vanda að ræða.
    • Skapsveiflur. Fráhvarfseinkennin sem þú finnur fyrir þegar þú hættir að nota munntóbak hafa áhrif á skapið. Þú pirrast og reiðist auðveldlega og getur líka fundið fyrir depurð. Sumir finna líka fyrir vægu þunglyndi. Að stunda líkamsrækt getur verið góð leið til að halda neikvæðum tilfinningum í skefjum.

Einum til þremur dögum eftir síðasta skammt

Fyrstu dagarnir eru sannarlega verstir í nikótínfráhvarfinu. Það er einmitt þá sem þú finnur fyrir fráhvarfseinkennunum af fullum krafti. Ógleði, höfuðverkur, skapsveiflur – allt eru þetta merki um að líkami þinn sé í uppreisn og fíkinn í nikótín.

Það er ekki óalgengt að fá bakslag snemma á þessu tímabili, einmitt vegna þess að nikótínlöngunin og fráhvarfseinkennin eru svo sterk. En ef þér tekst að þola þessa hálfu viku, þá tekurðu eftir því að erfiðu tilfinningarnar dofna smám saman og verða mikið viðráðanlegri á tiltölulega stuttum tíma.

Svimi getur komið fram sem aukaverkun fyrstu dagana, sem er afleiðing af því að blóðþrýstingurinn lækkar. Mundu að drekka mikið vatn og borða vel.

Fjórum til sjö dögum eftir síðasta munntóbaks skammtinn

Því lengri tími sem líður, því minna ber á líkamlegri löngun í nikótín. Þetta getur þó enn verið íþyngjandi og erfitt í vissum aðstæðum. Hjá sumum getur þetta tímabil einkennst af sífelldum höfuðverkjum – það er erfitt, en höfuðverkurinn verður smám saman sjaldgæfari og eftir smá tíma hverfur hann alveg.

Ráð! Stór hluti fráhvarfsins er að maður saknar þeirrar tilfinningar að vera með eitthvað undir vörinni. Manni finnst einfaldlega skrýtið að vera ekki með tóbak í munninum. Prófaðu að hafa eitthvað annað í munninum, til dæmis sykurlaust tyggigúmmí. Þannig getur þú líkt eftir tilfinningunni að nota munntóbak án þess að fá í þig nikótín eða önnur skaðleg efni. Í dag er einnig til tóbaksfrítt og nikótínfrítt munntóbak sem getur virkað vel.

Fyrstu vikuna án munntóbaks er einnig algengt að finna fyrir mikilli löngun í sætindi. Til að forðast erfiðar sveiflur á blóðsykri er gott að halda jöfnu og góðu mataræði. Gættu þess að hafa aðgang að góðum, næringarríkum bitum, eins og til dæmis ávöxtum í staðinn fyrir nammi og kökur.

Þegar þér hefur tekist að vera heila viku án munntóbaks er líkaminn laus við nikótín. Þú hefur nú tekið stórt skref í átt að tóbakslausu lífi!

Tveimur vikum eftir síðasta munntóbaks skammtinn

Tóbakslaust lífið virðist einfaldara, en það er ennþá nýtt fyrir þér og það er ekki óalgengt að fráhvarfseinkenni komi fram jafnvel þegar hér er komið við sögu. Sætindalöngun og skapsveiflur koma fram. Reyndu að einbeita þér að ásetningnum þínum – hver klukkustund sem þú þolir án munntóbaks er raunverulegur sigur!

Mánuði eftir síðasta munntóbaks skammtinn

Það getur verið gott fyrir ásetninginn að einbeita sér að hlutum sem greinlega verða miklu betri einum mánuði eftir að hætt hefur verið að nota munntóbak. Þú finnur sennilega mesta breytingu í munninum – tannholdið og tennurnar sem hafa orðið fyrir álagi vegna tóbaksins eru í miklu betra standi núna.

Til að halda viljastyrk og ásetningi er gott að forðast það sem fær þig til að efast um getu þína – hættu að fá þér bjór eftir vinnu, kaffi á morgnana eða annað sem þú tengir við munntóbakið – láttu það vera í smá tíma.

 

Ráð! Undirbúðu þig undir erfið tímabil. Það er auðvelt að halda að maður sé kominn yfir fráhvarfið þegar nokkrir mánuðir eru liðnir, en eftir um 40 daga frá síðustu tóbaks notkun getur þú fundið fyrir erfiðum tilfinningum. Ef þú ert undirbúin/n undir þetta tímabil andlega ræður þú betur við það.

90 dögum eftir síðasta munntóbaks skammtinn

Fyrir flesta er lífið orðið eðlilegt og þægilegt núna. Þú hefur vanist munntóbakslausu lífi og löngunin í munntóbak er ekki jafn mikil og áður – tóbakslöngun getur þó blossað upp við og við. Reyndu að standa á móti og hugsaðu um alla þína sigra! Þú getur þetta!

1 ári eftir síðasta munntóbaks skammtinn

Þú hefur staðið þig frábærlega vel og getur núna sagt með stolti að þú notir ekki tóbak. Og veistu – áhættan á fjölmörgum sjúkdómum hefur núna minnkað, meðal annars hættan á sykursýki 2.

Hvað gerist í líkamanum þegar hætt er að reykja?

Þegar þú hættir að reykja finnur þú strax muninn. Auðvitað eru sumir hlutir erfiðir. Fráhvarfseinkennin, löngunin í reykingar, erfiðleikar við að einbeita sér, kvíði, þreyta, svefnvandamál – já, listinn yfir neikvæðar tilfinningar eftir að þú hefur hætt að reykja getur því miður verið langur.

En það getur verið kostur að finna líka fyrir öllu því jákvæða sem gerist í líkamanum þegar þú verður reyklaus. Því sá listi getur nefnilega líka orðið langur. Og ef þú berð saman hið jákvæða og hið neikvæða verður fljótt ljóst að kostirnir eru reyklausa lífinu í hag. ⚖

Hér færð þú nánari upplýsingar um það sem gerist í líkamanum þegar þú hættir. Ef þú ætlar að hætta skaltu geyma þessar upplýsingar og hafa þær innan handar. Þegar erfiðleikarnir hrannast upp getur verið gott að minna sig á allan þann ávinning sem fylgir því að hætta að reykja.


 

Allt um það sem gerist í líkamanum þegar hætt er að reykja


Hvað gerist í líkamanum þegar hætt er að reykja – klukkustund fyrir klukkustund

Breytingarnar eru hraðar og þú finnur mun á mjög stuttum tíma. Líkaminn er svo vanur því að fá jafnt og þétt skammta af nikótíni að hann bregst meira og minna beint við þegar þú hættir að láta hann fá það sem hann vill.

 

Þetta gerist fyrstu klukkustundirnar eftir að þú hefur hætt að reykja:

Eftir aðeins um 20 mínútur frá því að þú reyktir síðustu sígarettuna þína lækkar blóðþrýstingurinn. Það hægist einnig á hjartslættinum og hann stillir sig á eðlilegan og heilbrigðan hraða.

Þetta leiðir aftur til þess að hendur þínar ✋ og fætur 🦶 fá varma sinn til baka þegar blóðflæðið – sem var áður hindrað af reykingum – fær nýjan kraft og kemst núna út í fingur og tær á skilvirkari hátt.

Sama dag og þú hættir að reykja muntu finna fyrir mörgum jákvæðum áhrifum. Um það bil átta klukkustundum eftir að þú hættir getur þú til dæmis upplifað það að þú sért hressari en venjulega – það getur verið háð magni eiturefna, einkum magni kolsýrings, en magn hans hefur nú minnkað í líkamanum. Nikótínið í blóðinu hefur náð að minnka um allt að 90 prósent á sama tíma.

Um það bil 4 klukkustundum síðar – í heildina 12 tímum eftir að þú hættir – er súrefnisinnihald blóðsins aftur orðið eðlilegt, sem er mjög jákvætt!

24 klukkustundir. Nú hefur þú verið reyklaus í heilan sólarhring. Þetta getur orðið erfitt núna því þú gætir hafa náð toppnum í þeim kvíða sem nikótínfráhvarf hefur oft í för með sér. Reyndu að halda ró þinni og vera sterk/ur. Kvíðinn – sem flestir fyrri reykingamenn geta borið vitni um – er virkilega erfiður og óþægilegur en varir ekki lengi! Mundu að fyrir hvern dag sem líður og þú ert reyklaus minnkar þú hættuna á því að veikjast, t.d. af hjartaáfalli

Hvað gerist í líkamanum þegar hætt er að reykja – einn dagur í einu

Bara það að geta rætt um tíma sinn sem reyklaus manneskja í dögum í staðinn fyrir í klukkustundum er gríðarlegur sigur sem þú getur verið mjög stolt/ur yfir. Þú hefur náð þetta langt – láttu það vera þér hvatningu til að fara alla leið!

 

Þetta gerist í líkamanum í fyrstu vikunni eftir að þú hættir:

Tveir dagar líða frá því að þú hefur hætt að reykja þar til sjálfbætandi ferli líkamans fara af stað. Taugaskaði sem reykingarnar hafa valdið byrjar að ganga tilbaka. Þú finnur mikinn mun þegar þú borðar því lyktar og bragðskyn fer nú að verða eðlilegt en það er mjög takmarkað hjá reykingafólki. Bragð og lykt verður nú greinilegri og sterkari – njóttu matarins! 🌮

Þrír sólarhringar – fleiri jákvæðir hlutir gerast! Ef þú þarft að láta taka blóðprufu þá mælist ekki lengur neitt nikótín í líkama þínum. Lungun sem hafa orðið fyrir miklu álagi vegna reyks byrja að hreinsa sig sjálf. Á sama tíma er þetta tímabil þar sem þú getur fundið fyrir mjög mikilli löngun í reykingar – þetta er að miklu leyti andlegt viðbragð. Ekki gefast upp – þú ert þegar búin/n að taka stór og mikilvæg skref á vegferð þinni!

Sjö sólarhringar – heil vika án sígarettna. Það er stórkostlegt! Þú mátt vera óskaplega stolt/ur yfir árangri þínum. Löngunin í reykingar getur verið til staðar – þú finnur fyrir henni við og við. Venjulega er farinn að líða langur tími á milli reykingalöngunar þegar hér er komið við sögu, sennilega finnur þú bara fyrir reykingalöngun þrisvar sinnum á dag. Og þessi löngun er ekki langvarandi. Hún varir að hámarki í tvær til þrjár mínútur.

Langur tími líður – þú tekur fleiri og stærri skref fram á við

Þetta verður auðveldara með tímanum. Ef þér tekst að komast í gegnum þetta þá sérðu fram á mikinn ávinning.

 

Þetta gerist í líkamanum á nokkrum mánuðum eftir að þú hættir:

Þrjár vikur búnar og þú ert nú komin/n yfir versta hjallann við að hætta að reykja. Fráhvarfseinkenni og neikvæðu tilfinningarnar sem fylgja þeim eru horfnar. Þér líður vel, þú ert glaður og orkumikill. Reiðin, depurðin og svefnerfiðleikarnir eru horfnir.

Tveir reyklausir mánuðir – betri öndunargeta lungna, meiri styrkur, minni hætta á beinþynningu. Þetta er rétti tíminn til að byrja að hreyfa sig og styrkja! 🏃‍♀️

Þrír reyklausir mánuðir – núna er blóðrásin mörgum ljósárum betri en þegar þú reyktir og þú hefur dregið verulega úr líkunum á hjartaáfalli. Húð þín er ekki lengur grá eins og hjá reykingafólki, þú lítur heilbrigðari út. Stinningarvandamál heyra sögunni til, löngun í kynlíf eykst og um leið aukast lífsgæði þín örugglega umtalsvert.

Hálft ár reyklaus – finnst þér ekki gott að draga andann? Ekki skrýtið! Bifhárin í lungunum þínum hafa eignast nýtt líf. Hóstinn sem hefur annars fylgt þér stöðugt er horfinn.

Hvað gerist í líkamanum þegar hætt er að reykja – ár fyrir ár

Eitt reyklaust ár – hættan á heilablóðfalli hefur minnkað um 50 prósent. Ónæmiskerfið þitt hefur styrkst verulega. Þú hefur bætt dögum og árum við líf þitt.

Fimm reyklaus ár – þær frumur sem voru á forstigi krabbameins hafa allar læknast. Hætta þín á erfiðum sjúkdómum eins og heilablæðingu er orðin sú sama og hjá þeim sem ekki reykir.

10 ár – sígaretturnar eru minning ein. Og veistu að þú hefur minnkað líkur þínar á lungnakrabbameini um helming. Þú hefur aftur fengið lífið, heilsuna og frelsið til baka. Njóttu og vertu stoltur af árangri þínum – þú ert hetja! 🦸‍♂️

Að hætta að reykja – fráhvarf

Þú svitnar, þú ert pirruð/pirraður, þú ert með höfuðverk og finnur fyrir depurð. Allir sem reyna að hætta að reykja þekkja þessi fráhvarfseinkenni. Þetta er erfitt og stundum finnst manni ómögulegt að bjarga sér eina sekúndu í viðbót án sígarettu.

En mundu: Það er hægt að fá hjálp gegn fráhvarfinu.  Fráhvarfseinkennin ganga yfir –  þér mun líða miklu betur til lengri tíma litið. 😍


 

Allt um fráhvarf frá reykingum


Hvað er fráhvarf?

Hvað merkir fráhvarf? Orðið merkir einfaldlega að halda sig frá einhverju. Nútímaskilgreining á fráhvarfi eru þau líkamlegu og andlegu viðbrögð sem þú færð þegar þú hættir að nota eða taka inn ákveðið efni, til dæmis nikótín.

Fráhvarfseinkenni

Ef þú hættir að reykja eða taka í vörina gætir þú fundið fyrir ýmsum fráhvarfseinkennum. Sum er líkamleg og önnur andleg. Það er algengt að finna fyrir sterkri löngun í nikótín. Þú gætir einnig fundið fyrir miklum pirringi og önugheitum. Depurð er algeng og fólk getur jafnvel orðið þunglynt. Skapsveiflur sem ná alveg frá kvíða til erfiðleika við að einbeita sér geta einnig komið fram.

Hrein líkamleg fráhvarfseinkenni, þ.e. einkenni sem maður finnur fyrir í líkamanum, geta verið:

  • höfuðverkur
  • svitaköst
  • þreyta
  • skjálfti
  • erfiðleikar við svefn
  • bætt matarlyst
  • magaverkir
  • meltingarvandamál

Fráhvarfseinkenni geta verið virkilega óþægileg og truflað ásetning þinn um að lifa reyklausu lífi til frambúðar. En jafnvel þó þetta sé erfitt eru fráhvarfseinkennin ekki hættuleg heilsu þinni og þau líða hjá.

Dag frá degi – svona kemst þú í gegnum fráhvarf frá nikótíni

Hve lengi finnur maður fyrir fráhvarfseinkennum nikótíns? Það er mismunandi í hverju tilfelli fyrir sig. Sumir finna mest fyrir líkamlegum fráhvarfseinkennum á meðan öðrum finnst andlega erfitt að hætta. Líkamleg einkenni líða yfirleitt hjá á nokkrum dögum en það eru andlegu einkennin, sjálfur vaninn, sem geta varað miklu lengur.

Við skulum skoða hvernig reykingafráhvarfið er dag frá degi:

  • Líkamlegu einkennin koma yfirleitt fram innan 4–24 klukkustunda frá síðustu sígarettunni eða síðasta munntóbaksskammtinum.
  • Fráhvarfseinkennin eru verst þremur dögum eftir að þú hættir. Á næstu þremur til fjórum vikum minnka einkennin smám saman.

Reykingalöngun og triggerar

Reykingalöngunin getur verið mikil og heilinn getur reynt að spila með þig eftir að þú hefur slökkt í síðustu sígarettunni. Ákveðnar umhverfisaðstæður, fólk og kringumstæður geta auðveldlega kveikt í reykingalöngun eða löngun í munntóbak, þrátt fyrir að líkami þinn sé orðinn laus við nikótínfíknina. 🤔

Það sem getur hjálpað gegn fráhvarfinu er að reyna að einbeita sér að þeim jákvæðu kostum sem fylgja því að vera laus við reykingar og munntóbak.

Því vissulega finnur þú fyrir mörgum jákvæðum breytingum, ekki satt? Til dæmis finnur þú kannski fyrir því að bragð- og lyktarskyn verður betra? Þú átt auðveldara með öndun?

Hjálp gegn fráhvarfi – gagnleg ráð

Fráhvarfið er erfitt en mundu að þú ert sterkari. Með nokkrum góðum ráðum getur þú komist í gegnum fráhvarfið og orðið hamingjusamari, heilbrigðari og orkumeiri.

  • Gerðu lista yfir ástæður þess að þú vilt hætta að reykja. Skrifaðu þær niður og geymdu þær hjá þér. 📝

Þegar löngunin er sem sterkust getur þú einbeitt þér að því af hverju þig langar til að hætta að reykja eða hætta að nota munntóbak. Það getur verið af heilsufarsástæðum. Þú getur örugglega haft þínar eigin, mjög persónulegu ástæður fyrir því að vilja hætta. Hafðu listann aðgengilegan og kíktu á hann þegar þér líður illa.

  • Verðlaunaðu þig 🥳

Hefur þú þolað við í heila klukkustund án sígarettu? Gott! Hefur þú þolað við í heila viku án sígarettu? Það er stórkostlegt. Sérhvert lítið skref fram á við er þess virði að taka eftir og halda upp á. Þú ert þess virði að þér sé fagnað. Og það þarf ekki að vera neitt dýrt eða erfitt í framkvæmd. Finndu eitthvað sem gleður þig. Gönguferð í náttúrunni, góður hádegisverður eða heitt bað. Allt eru þetta góð verðlaun þegar þér tekst að vinna gegn reykingalönguninni.

  • Gættu þess að vera með áreiðanlegt fólk í kringum þig. 👭

Að fá stuðning frá þeim sem standa manni nálægt er mjög mikilvægt til að halda þetta út. Vinir og fjölskylda geta verið góður stuðningur, en það er einnig gott að treysta á fólk sem hefur beinlínis gengið í gegnum það sama og þú. Þekkir þú fólk sem reykti áður? Leitaðu til þess og fáðu ráðleggingar – það veit nákvæmlega hvernig þér líður.

– það veit nákvæmlega hvernig þér líður.

Prófaðu Zonnic nikótínúðann!

Dregur úr nikótínlöngun á einni mínútu.

Nikotinspray

Svona dregur þú úr skapsveiflum þegar þú hættir að reykja

Þú hefur reykt þína síðustu sígarettu. Og þar með hefur þú gert líkama þínum og heilsu raunverulegan greiða. Sennilega hefur þú lengt líf þitt.

En af hverju ertu þá svona niðurdregin/n? Vissulega er dálítið óréttlátt að reykleysi hafi í för með sér skapsveiflur eða jafnvel þunglyndi og kvíða? Fyrir marga sem hætta að reykja eru það einmitt þessi tilfinningalegu vandamál sem eiga sér stað þegar líkaminn fær ekki nikótín lengur. Þetta getur verið mjög erfitt – jafnvel svo erfitt að þú freistast til að taka upp sígaretturnar aftur – en þessar tilfinningar eru eðlilegar. Það er hægt að meðhöndla þær og þær ganga yfir.

Hér lítum við nánar á þær tilfinningalegu áskoranir sem geta komið fram þegar þú hættir að reykja og gefum ráðleggingar um hvernig þú getur meðhöndlað fráhvarf.


 

Allt um að hætta að reykja og skapsveiflur


Af hverju er ég í svona vondu skapi þegar ég hef hætt að reykja?

Þú finnur fyrir pirringi. Þú finnur fyrir leiða. Þú finnur fyrir kvíða. Þú finnur fyrir almennum þyngslum. Tilfinningarnar sem þú upplifir tengjast efnahvörfum í heilanum þínum. Nikótínið í sígarettunum örvar nefnilega heilann og gerir það að verkum að hann losar kemísk efni sem gefa þér vellíðunartilfinningu – þetta ferli er sökudólgur fíknisjúkdóma. Þegar heilinn hefur vanið sig við að fá þessar gleði „sturtur“ með nikótíninu er einfaldlega orðið mjög erfitt að hætta að reykja.

Þegar vellíðanin sem þú ert vanur að finna fyrir er ekki lengur til staðar gjósa upp neikvæðar tilfinningar og reykingalöngunin eykst. Nú eru það fráhvarfseinkennin sem stjórna.

En mundu eftirfarandi:

  • Neikvæðu tilfinningarnar eru tímabundnar!
  • Það er hægt að meðhöndla þær!
  • Einbeittu þér að jákvæðu áhrifum þess að hætta að reykja – það getur hjálpað þér að standa við fyrirætlan þína!

Þunglyndi þegar hætt er að reykja

Hjá flestum sem hætta að reykja líða neikvæðar tilfinningar depurðar og pirrings hjá á um það bil tveimur vikum. En hjá sumum vara tilfinningarnar lengur og þá getur spurningin vaknað hvort um sé að ræða raunverulegt þunglyndi. Þá getur verið freistandi að snúa sér aftur að sígarettunum, þar sem þær lyft manni að minnsta kosti upp í skamman tíma. Það er hins vegar alls ekki góð lausn og mjög skaðlegt fyrir heilsu þína til lengri tíma litið.

Þunglyndi er ástand sem er hægt að meðhöndla og á að meðhöndla út af fyrir sig. Sjúkdómurinn er flókinn og getur átt sér margar undirliggjandi orsakir.

Ef þig grunar að þú þjáist af þunglyndi skaltu gæta þess að leita hjálp hjá heilsugæslunni.

Dæmi um meðferð gegn þunglyndi getur m.a. verið:

  • Samtalmeðferð með sálfræðingi eða geðlækni sem er sérfræðingur í slíku
  • Þú færð þunglyndislyf
  • Meðferðin er blanda af samtalmeðferð og lyfjagjöf

Kvíði þegar þú hættir að reykja

Reykingar og andleg heilsa hanga saman, þar sem sígarettur hafa áhrif á heila þinn. Hjá mörgum sem þjást af kvíða geta sígarettur meira að segja virkað sem eins konar sjálfsmeðferð – og þegar reykingum er hætt geta kvíðatilfinningarnar aukist vegna fráhvarfseinkenna. Reykingar geta þannig orðið leið til að höndla kvíða og þunglyndi.

En kvíði er ástand sem á sér yfirleitt dýpri orsakir og það að dempa þunglyndi og kvíða með tóbaki er engin sjálfbær lausn. Best væri að finna ástæðuna fyrir kvíðanum og byrjað að vinna með hana. Það getur aukið möguleika þína á því að takast að hætta að reykja. Ef þú getur höndlað þann kvíða sem kemur upp hjá þér þegar þú hættir að reykja er líklegt að þú getir einnig staðist reykingalöngunina.

Kvíði getur komið fram eftir að hætt er að reykja, jafnvel hjá fólki sem aldrei hefur fundið fyrir honum. Þetta er eitt algengast einkennið sem getur komið fram þegar hætt er að reykja. Kvíðatilfinningar eru eðlileg aukaverkun og hjá flestum líður kvíðinn fljótt hjá.

Svona meðhöndlar þú skapsveiflurnar

Að hætta að reykja getur valdið tilfinningalegu ójafnvægi. Ef þú hefur áður – þegar þú reyktir – verið tiltölulega jafnlynd/ur getur verið mikil breyting fólgin í því að sveiflast allt í einu úr einu tilfinningaástandi yfir í annað. Þetta er einnig stór ástæða þess að margir gefast upp – tilfinningasveiflurnar verða einfaldlega of erfiðar og reykingalöngunin nær yfirhöndinni.

Það er gott að vita að það eru í raun til snjallar, reyklausar leiðir til að ráða við tilfinningarnar:

  • Virkur lífsstíll. Með því að hreyfa þig gerir þú bæði líkama þínum og sál greiða. Gönguferðir, kort í ræktina, skokk – allt eru þetta hlutir sem losa „gleðihormón“ úr heilanum sem draga úr neikvæðum tilfinningum. Að sjálfsögðu getur verið erfitt að finna orku til að hreyfa sig þegar maður er dapur en ef þú finnur kraftinn getur þú hlotið góð verðlaun með því að komast í betra skap.
  • Að umgangast ættingja og vini. Ef maður er þunglyndur er auðvelt að draga sig í hlé og hætta að umgangast aðra. Reyndu að halda tengslum við þá sem þér líkar við – annaðhvort með því að hittast eða gegnum síma eða SMS. Að hafa samskipti við fólk sem þér líkar vel við getur dregið úr depurð.
  • Áætlun og skipulag. Neikvæðar tilfinningar koma gjarnan fram þegar þú ert ekki með neitt á dagskrá. Ef þú gætir þess að skipuleggja daginn með virkni og athöfnum allan daginn er líklegt að depurð og þunglyndi fái hreinlega ekki mikið pláss í lífi þínu.
  • Verðlaun. Gerðu lista yfir það sem gerir þig glaða/n og sem þér finnst skemmtilegt. Listinn er verðlaunakerfið þitt. Þegar þú finnur fyrir depurð eða pirringi er rétti tíminn til að verðlauna sig. Og það þarf eiginlega ekki að vera neitt mikið – gott snarl, róandi athöfn eða að horfa á góðan sjónvarpsþátt er allt eitthvað sem getur virkað. Þar sem þú ert að hætta að reykja og ert á erfiðri vegferð máttu dekra alveg sérstaklega mikið við sjálfa/n þig.

Þyngdaraukning við að hætta að reykja

Ásetningur og hvatning eru mikilvægustu þættirnir sem stjórna því hvort maður verður reyklaus. Þess vegna getur verið leiðinlegt að þyngjast eftir að hætt er að reykja. Manni finnst þetta hreint og beint ósanngjarnt. Hér ert þú að gera góða hluti – hættir að reykja – og þá kemur baðvogin skyndilega með leiðinlegar athugasemdir.


 

Allt um þyngdaraukningu við að hætta að reykja


Það er eðlilegt að þyngjast þegar maður hættir að reykja

Þú ert ekki eina manneskjan sem hefur þyngst eftir að hafa hætt að reykja. Þetta er ein algengasta „neikvæða“ afleiðingin af því að hætta að reykja: Fyrrum reykingamenn þyngjast yfirleitt um tvö til fjögur kíló á fyrsta reyklausa mánuðinum.

Það er eðlilegt að velta fyrir sér vali sínu um að hætta að reykja ef manni líður ekki lengur vel í líkamanum. Ásetningurinn er ótrúlega mikilvægur til að berjast á móti löngun í sígarettu. Þess vegna koma hér nokkur mikilvæg ráð til að halda ásetningnum.👌

Að þyngjast og að halda ásetningi sínum

Að þyngjast er eðlileg og vel viðráðanleg aukaverkun þess að verða reyklaus. Með réttum ráðstöfunum í mat, þjálfun og líkamsrækt verður auðveldara að halda bæði löngun í reykingar og sætindi í skefjum.

Við höfum tekið saman aukaverkanir af því að reykja og afleiðingar reykinga 

Af hverju þyngist maður þegar maður hættir að reykja?

Það eru margar ástæður fyrir því að fólk þyngist eftir að hafa hætt að reykja.

Nikótín hefur áhrif á brennslu líkamans með því að auka hraða efnaskiptanna. Það er staðreynd að nikótín eykur bruna hitaeininga í hvíld um 7 til 15 prósent. Án nikótíns getur brennsla líkamans hægt á sér og þú getur fengið óþarfa aukakíló.

Meiri matarlyst þegar hætt er að reykja

Tóbak hefur einnig önnur áhrif. Það getur dregið úr matarlyst. Reykingar geta valdið því að matarlystin minnkar. Með því að hætta að reykja fær líkaminn sterkari hungurskilaboð en áður – því svengri sem þú ert, því líklegra er að þú fáir þér að borða. Ósköp einfalt. 😊

Andlega hlið reykinga er einnig mikilvæg. Venjan að halda á sígarettu og fá sinn reyk getur verið jafn vanabindandi og líkamlega löngunin í nikótín. Þess vegna er mikilvægt að gera eitthvað annað með höndunum og munninum en að reykja.

Hættu að reykja án þess að þyngjast

Er hægt að hætta að reykja án þess að þyngjast? Já, það er hægt! Með því að tileinka þér hollt og gott mataræði og reglulega hreyfingu getur þú haldið mittismálinu í skefjum. 🏖

Svona dregur þú úr reykingalöngun

Það er auðveldara að segja það en framkvæma, en það er gott ráð að skipuleggja máltíðir. Ef þú borðar reglulega er líklegra að þú forðist löngun í mat þegar blóðsykurinn fellur hratt niður. Þegar þú borðar hollan og góðan mat er auðveldara að standa í lappirnar þegar þig langar í sætindi. Það geta einnig verið nokkrar freistingar heima í eldhússkápunum, þannig að þú skalt bíta saman tönnunum og henda út snakki, súkkulaði og kökum. Löngun í sætindi er eins og löngun í reyk – þetta líður hratt hjá.

  • Skipulegðu máltíðir þínar
  • Haltu blóðsykrinum jöfnum til að forðast löngun í mat
  • Borðaðu hollan mat sem inniheldur fáar hitaeiningar
  • Taktu út nammi og sætindi

Hugsaðu grænt!

Það skiptir auðvitað máli að borða hollan mat. Spurningin er auðvitað sú hvaða matur er góður þegar maður hættir að reykja. Hugsaðu grænt! Skrifaðu innkaupalista áður en þú kaupir inn og gættu þess að á listanum sé nóg af grænmeti, ávöxtum og öðrum mat sem inniheldur fáar hitaeiningar. Það eykur líkurnar á því að þú náir jafnvægi í mataræðinu. 🥗

Gott snarl

Mataræði á ekki að vera áhyggjuefni á sama tíma og maður hættir að reykja. Það er fínt að leyfa sér að borða góðan mat sem er einnig hollur. Það mikilvæga er að borða vel. Ekki hætta alveg að borða. Prófaðu snarl sem inniheldur minna af sykri.

Það getur verið gott að komast í gegnum daginn með eftirfarandi snarli:

  • Eplaskífur
  • Litlar gulrætur 🥕
  • Ósaltaðar hnetur

Stundum er það tilfinningin að hafa ekkert í munninum sem veldur vandræðum. Í staðinn fyrir sígarettu skaltu prófa:

  • Grænmeti sem snarl
  • Tyggigúmmí (sykurlaust)
  • Hálstöflur (sykurlausar)

Vatn er kannski það allra besta sem þú getur innbyrt. Eitt glas af vatni eða tvö draga úr hungurtilfinningu og minnka löngun í sætindi. Gott vökvajafnvægi hjálpar þér einfaldlega að líða mun betur.

Hættu að reykja og grenntu þig með því að stunda hreyfingu

Hefur þú hætt að reykja eða nota munntóbak og fundið fyrir þyngdaraukningu? Slakaðu á, það eru til margar leiðir til að ná niður þyngd.

Rétt mataræði skiptir máli, en líkamsrækt og hreyfing er einnig áhrifarík til að halda líkamsþyngd innan eðlilegra marka. Þú getur komist langt með einfaldri hreyfingu dags daglega:

  • Farðu upp stigann í stað þess að taka lyftuna.
  • Hjólaðu í vinnuna.
  • Farðu í gönguferð í hádeginu.

Ef þú finnur leið til líkamsræktar sem veitir þér löngun og gleði, þá verður það einfaldlega sjálfsögð leið til að berjast við hitaeiningarnar. Þjálfun hefur auk þess þann góða kost að hún hjálpar þér að losna fljótt við alla löngun í reykingar.

Afleiðingar reykinga

Leitar þú að hvatningu til að hætta að reykja? Hér finnur þú lista yfir afleiðingar reykinga. Hvaða áhrif reykingar hafa á líkamann og hvaða sjúkdóma þú ert í hættu á að fá.

Þegar þú hefur lesið listann og um það sem gerist í líkamanum hugsar þú kannski, „nú er tími til að hætta!“.

Ef þú veltir því fyrir þér að draga úr reykingum, eða að hætta alveg, hefur þú þegar tekið fyrsta skrefið. Það er aldrei of seint að hætta að reykja. Líkami okkar hefur ótrúlega getu til að ná bata! Mundu að sérhver sígaretta sem þú sleppir er unninn sigur. 🏆


 

Afleiðingar reykinga – listinn sem þú verður að lesa


Hvernig valda reykingar hárlosi?

Reykingar hafa neikvæð áhrif á allt blóðrásarkerfið.

Skert flæði blóðs og súrefnis vegna reykinga getur skemmt hársekkina þína, þynnt hárið og jafnvel valdið hárlosi.

Hvernig valda reykingar höfuðverk?

Langflestir hafa einhvern tímann fengið höfuðverk. Yfirleitt er slíkt ekkert hættulegt og líður fljótt hjá. 🤯

Höfuðverkur getur meðal annars skapast vegna spennu en hann getur einnig orsakast af reykingum. Þegar þú kveikir í sígarettu þá losnar meðal annars eitruð lofttegund (kolmónoxíð) og hún getur valdið höfuðverk.

Af hverju fær maður höfuðverk af reykingum?

Kolmónoxíð (eitruð gastegund) myndast við brennslu náttúrulegra efna í sígarettum.

Rauðu blóðkornin flytja súrefni til allra líffæra líkamans. En rauðu blóðkornin bindast frekar kolmónoxíði en súrefni. Það þýðir að rauðu blóðkornin flytja kolmónoxíð um líkamann í stað súrefnis.

Kolmónoxíð getur orsakað svima, höfuðverk og ógleði.

Hvaða áhrif hafa reykingar á augun?

Reykingar geta valdið sjónskerðingu. Þú getur fengið gláku, sem er sjúkdómur sem veldur því að allt verður hálf óskýrt.

Reykingafólk fær einnig frekar en aðrir aldurstengda sjónskerðingu 🙈

Þegar þú reykir eykst hættan á dreri (ský á auga) og jafnvel gláku. Gláka veldur þokukenndri sjón og þegar um slíkt er að ræða er aðgerð eina lausnin. Samanborið við aðra er reykingafólk í hættu á að þróa með sér aldurstengda sjóndepilsrýrnun. Slíkt getur leitt til varanlegs sjóntaps þar sem reykingar eru aðal orsakaþátturinn.

Hvaða áhrif hafa reykingar á tennurnar?

Það að tennur byrji að losna getur hrjáð bæði reykingafólk og þá sem ekki reykja. Reykingar hins vegar fela fyrstu varúðareinkenni lausra tanna!

Reykingafólk getur því misst af því hvað er að gerast. Tannholdið lítur mikið betur út en það er í raun og veru. Þess vegna uppgötvar þú ekki vandamálið fyrr en það fer að verða virkilega alvarlegt.

Reykurinn gerir tennurnar einnig mislitar. 🙊

Viðvörunarmerkin um tannholdsbólgu á byrjunarstigi geta verið blæðandi tannhold eða eymsli. Reykingamenn eiga það á hættu að missa af fyrstu viðvörunarmerkjum vegna þess að þeir eru með lakara blóðflæði. Reykingar geta látið tannholdið líta betur út en það er í raun og það getur þýtt að tannholdssjúkdómur uppgötvast ekki fyrr en á síðari stigum, þegar það getur verið miklu erfiðara að meðhöndla hann.

Hvernig áhrif hafa reykingar á eymsli í hálsi og hósta?

Reykingar geta stuðlað að hósta og eymslum í hálsi. Reykurinn ertir slímhúðina í hálsinum. Slíkt getur leitt til sviða eða til sársauka.

Hósti er í grunninn varnarviðbragð líkamans sem hann notar til að halda öndunarveginum hreinum.

Grunar þig að hóstinn þinn sé eitthvað meira en venjulegt kvef? 🤧 Þá skalt þú fara á heilsugæslustöðina og láta kíkja á þig.

Þrálátur hósti með seigum uppgangi (reykhósti) getur verið merki um langvinna lungnateppu.  Grunar þig að þú sért með lungnasjúkdóm? Hafðu samband við heilsugæsluna til að fá örugga greiningu. Heilsugæslan getur einnig hjálpað þér að hætta að reykja. Það mikilvæga er að þú komist að því af hverju þú hóstar svona og fáir rétta meðferð.

Hvaða áhrif hafa reykingar á lungun?

Áhrif reykinga eru mismunandi milli manna en allir reykingamenn verða fyrir einhverjum skaða á lungum.

Í lungunum eru milljónir lítilla lungnablaðra  sem geta eyðilagst varanlega við reykingar. Þegar þú reykir berst einnig tjara ofan í lungun. Það gerir lungunum erfiðara fyrir að flytja súrefni um líkamann og tryggja að þú getir andað eðlilega.

Reykingar koma bæði tjöru og kolsýringi í lungun sem dregur enn frekar úr flutningi súrefnis um líkamann. Þegar þú reykir verður erfiðara fyrir lungun að taka upp súrefni.

Reykingar hafa mismunandi áhrif á fólk, en tjónið sem þær valda er varanlegt. Tjónið sem skapast þegar þú reykir breytist í eðlilegt öldrunarferli þegar þú hættir að reykja. Hættan á að þjást af alvarlegum öndunarfærasjúkdómum getur einnig minnkað eftir að þú hættir að reykja.

Hvaða áhrif hafa reykingar á meltingarkerfið?

Getur manni orðið illt í maganum af reykingum? Já, efni í reyknum geta hægt á þarmahreyfingum sem veldur því að meltingarkerfið þarf að erfiða meira sem leiðir til streitu og verkja.

Hætta er á því að reykingafólk geti fengið magasár þar sem reykingar hafa áhrif á ónæmiskerfið. Reykingar gera það einnig að verkum að magasár eru lengur að gróa.

Venjuleg einkenni tengd reykingum eru sársauki ofarlega í kvið, ógleði og þú mettast mjög fljótt þegar þú borðar.

Hvernig hafa reykingar áhrif á efnaskipti líkamans?

Reykingar auka hraða efnaskipta líkamans og geta einnig dregið úr matarlyst.

Þetta gæti valdið þér áhyggjum af því að þú þyngist þegar þú hættir að reykja. En rannsóknir sýna að þetta samband er aðeins flóknara – margir langtíma reykingamenn þyngjast í raun með tímanum. Þetta er vegna þess að líkaminn venst eiturefnunum í sígarettunum.

Hvernig hafa reykingar áhrif á hjarta- og æðasjúkdóma?

Algengasta dánarorsök reykingafólks er hjarta- og æðasjúkdómar. Hættan á því að fá hjartaáfall yngri en 40 ára er fimm sinnum meiri hjá þeim sem reykja en hjá þeim sem reykja ekki.

Reykingar skerða virkni æða og hættan á blóðtöppum eykst. Í samanburði við þá sem ekki reykja ertu í tvöfalt meiri hættu á að fá hjartasjúkdóma, æðakölkun og heilablóðfall. Reykingar leiða til þess að fita og skellur myndast innan á æðaveggjunum sjálfum. Slík þróun eykur áhættuna á hjartaáfalli.

Rannsóknir hafa einnig sýnt að tóbaksreykingar valda bólgum í æðaveggjum. Veruleg tengsl eru á milli skellumyndunar og æðakölkunar. Reykingafólk er í meiri hættu á að þjást að æðakölkun í ósæð sem getur valdið meiriháttar fylgikvillum vegna skorts á blóðflæði um líkamann, sérstaklega fótleggja.  Slíkt getur leitt til blóðþurrðarheltis. Það er æðasjúkdómur sem veldur verkjum og kraftleysi í fótum (einkum kálfum) og helti sem kemur fram við gang og linast við hvíld. Blóðþurrðarhelti stafar af vaxandi blóðþurrð í vöðvum vegna blóðrásartruflunar í slagæð. Í alvarlegum tilvikum getur þurft að fjarlægja fæturna með skurðaðgerð. Samkvæmt Hjartavernd eru níu af hverjum tíu sem fá sjúkdóminn reykingafólk.

Hvaða áhrif hafa reykingar á blóðrásina?

Þegar þú reykir dregur úr flæði blóðs um líkamann.

Þar sem blóðflæði er minna eru allar bólgur lengur að hjaðna. Að auki er hjartað undir álagi og neyðist til að slá hraðar.

Blóðið flytur súrefni og næringu til allra líffæra líkamans svo að frumur þínar, vöðvar og innri líffæri geti starfað sem allra best. Mjólkursýra og úrgangsefni eru einnig flutt burt af blóðinu sem gefur vöðvum líkamans möguleika á því að jafna sig. Góð blóðrás veldur því að allar bólgur hjaðna frekar og læknast. En þegar þú reykir hamlar þú þessari virkni blóðrásarinnar. Minna súrefni en venjulega er flutt til líffæra líkamans og þrýstingurinn hækkar þegar blóðinu er dælt um líkamann en slíkt hækkar blóðþrýstinginn. Hjarta þitt lendir undir álagi þar sem það neyðist til að slá hraðar. Blóðið verður meira seigfljótandi, slímhimnur æðaveggjanna skaðast og þú færð minna blóðflæði út í fingur og tær.

Reykingar og sjúkdómar

Reykingamenn eru í meiri hættu á að þjást af ýmsum sjúkdómum. Sumir þeirra alvarlegir, jafnvel lífshættulegir.

Hver sígaretta sem þú kveikir í losar þúsundir eitraðra agna og lofttegunda. Þessar agnir berast síðan um líkamann uppleystar í blóði og brjóta niður varnir líkamans.

Hvaða sjúkdóma getur maður fengið af reykingum?

Hjarta- og æðasjúkdómar eru algengustu sjúkdómarnir sem tengjast reykingum. Þar á eftir koma lungnasjúkdómar. Hættan á því að fá krabbamein eykst. Reykingar geta einnig leitt til myndunar magasárs, sjónskerðingar, beinþynningar og tannslíðursbólgu.

Hvernig hafa reykingar áhrif á sýkingar í líkamanum?

Finnst þér þú fá kvef í hvert skipti sem einhver hóstar? Það er sennilega rétt hjá þér. Reykingar hafa mjög mikil áhrif á ónæmiskerfið og leiða til þess að líkaminn hefur mun minni varnir gegn sýkingum.

Hvernig geta reykingar haft áhrif á líkamsrækt og styrktarþjálfun?

Súrefni er nauðsynlegt fyrir líkamlega áreynslu. Reykingafólk er með lélegri blóðrás og þar af leiðandi á erfiðara með öndun. Þetta þýðir að geta þín til að halda orku á lengri æfingu eða auka styrk minnkar þegar þú reykir.

Þú munt því aldrei ná hámarks árangri í líkamsræktinni. Líkaminn þinn mun einfaldlega ekki geta gert sitt besta á meðan að þú reykir.

Ógleði – hvernig geta reykingar valdið ógleði?

Strax í fyrsta skipti sem þú reyktir gætir þú hafa fundið fyrir neikvæðum viðbrögðum líkamans. Ekki bara með hóstakasti heldur einnig með ógleði.

Eiturefnin í tóbaksreyknum gera það að verkum að þú getur fundið fyrir svima og ógleði.

Hvaða áhrif hafa reykingar á þreytu?

Finnst þér þú nákvæmlega ekkert hafa sofið þegar þú vaknar á morgnana? 🥱 Reykingarnar gætu verið ástæðan. Reykingar hafa neikvæð áhrif á gæði svefns. Þær geta leitt til þess að þú vaknar oft á næturnar. Það verður einnig erfiðara fyrir þig að sofna og djúpur endurnærandi REM-svefn minnkar. Heilinn og líkaminn hafa ekki fengið þá hvíld sem þau þurfa til þess að þér líði vel. Þetta verður til þess að þér líður þannig að þú sért þreyttari en þú þyrftir að vera.

Hvaða áhrif hafa reykingar á geðheilsu?

Geta reykingar valdið geðsjúkdómum?

Rannsóknir sýna að reykingafólk er í meiri hættu á að þjást af þunglyndi en þeir sem ekki reykja. Ekki er vitað hvað það er í sígarettum sem hefur þessi áhrif.

Aftur á móti eru í dag til sannanir fyrir því að þunglyndi og streita minnkar þegar hætt er að reykja.

Ólíkar tegundir reykingafíknar:

  • Efnafræðileg – nikótín er ávanabindandi efni og líkaminn upplifir fráhvarfseinkenni þegar hann fær ekki lengur nikótínið sem hann er vanur að fá.
  • Andleg – þér finnst eins og eitthvað vanti þegar þú reykir ekki. Reykingar geta orðið hluti af sjálfsmynd þinni.
  • Félagsleg – vissar aðstæður eins og veislur og kaffipásur geta kallað fram löngun í reykingar.
  • Vani – Það kemst upp í vana að fá sér sígarettu með fyrsta kaffibolla dagsins, eftir matinn og þegar síminn hringir

Reykingar hafa í för með sér:

  • Fimmtán sinnum meiri hættu á lungnakrabbameini.
  • Tíu sinnum meiri hættu á því að fá langvinna lungnateppu
  • Tíu sinnum meiri hættu á því að fá vélindakrabbamein
  • Fimm sinnum meiri hættu á að fá hjartaáfall yngri en 50 ára.
  • Þrisvar sinnum meiri hættu á því að fá hjartaáfall eftir 50 ára aldur.
  • Þrisvar sinnum meiri hættu á slagi
  • Þrisvar sinnum meiri hættu á krabbameini í þvagblöðru

Nikótíntyggigúmmí – að hætta að reykja með nikótíntyggigúmmíi

Þú vilt hætta að reykja en veist ekki hvernig þú átt að fara að. Kannast þú við þessa lýsingu? Þá ert þú ekki ein/n! Það eru margar ástæður fyrir því að hætta að reykja og margir eru í sömu stöðu og þú – þeir sjá og gera sér grein fyrir því hversu hættulegt og dýrt er að reykja.

En það getur verið erfitt að hætta. Til þess að þetta takist þarf hvatningu, þol og lyf sem geta hjálpað. Með góðum nikótínlyfjum eykur þú líkurnar á því að þú ljúkir ferlinu og að þér takist þetta. Það er vel mögulegt – heimurinn er fullur af fólki sem reykti einu sinni.

Með góðum ásetningi og stuðningi getur þú orðið ein/n af þeim. 💪


 

Allt um nikótíntyggigúmmí


Hvað er nikótíntyggigúmmí

Nikótíntyggigúmmí er tyggigúmmí sem inniheldur nikótín. Þú notar tyggigúmmíið til að draga úr reykingalöngun og vinna gegn fráhvarfseinkennum. Nikótíntyggigúmmí er til í tveimur ólíkum styrkleikum og með mismunandi bragði. Þannig er auðvelt fyrir þig að finna nikótíntyggigúmmí sem passar þér.

Mörgum finnst nikótíntyggjó vera nauðsynlegur stuðningur í baráttu sinni fyrir því að verða tóbakslaus.

Með nikótíntyggigúmmíi og með öðrum nikótínvörum færð þú hjálp við að draga úr löngun í reykingar án allra þeirra skaðlegu áhrifa sem tóbak hefur í för með sér.

Hvernig virkar nikótíntyggigúmmí?

Þegar þú tyggir nikótíntyggigúmmí losnar nikótín. Nikótínið er tekið upp af slímhúðinni í munninum, fer inn í blóðrásina og gerir það að verkum að fráhvarfseinkenni hverfa og löngunin í reyk minnkar.

Þú gerir eftirfarandi:

  • Byrjar að tyggja – brátt finnur þú vel fyrir bragðinu.
  • Hættir að tyggja í smá stund og geymir tyggigúmmíið til hliðar í munninum. Bragðið dofnar og nikótínið sogast upp gegnum slímhúðina í munninum.
  • Byrjaðu aftur að tyggja og endurtaktu ferlið í u.þ.b. 30 mínútur.

Þú stjórnar upptöku nikótíns með því hvernig þú tyggur. Ef þú tyggur mikið þá losnar meira nikótín úr tyggjóinu. Þá átt þú á hættu að gleypa nikótínið í staðinn fyrir að láta líkamann taka efnið upp í gegnum slímhúðina í munninum. Það er svosem ekki hættulegt, en þú getur fundið fyrir nikótíninu sterklega þegar þú kyngir því og þú færð ekki þau áhrif sem þú þarft til að losna við reykingalöngunina.

Þú skalt því alltaf nota tyggigúmmíið samkvæmt skrefunum hér að ofan – ef tyggjóið er notað á réttan hátt er það öflugt vopn gegn nikótínfráhvarfi.

Hvar get ég keypt nikótíntyggigúmmí?

Nikótíntyggigúmmí fæst án lyfseðils í apótekum eða í matvöruverslunum – en þú verður að vera orðin/n 18 ára til að mega kaupa það.

Einnig er hægt að kaupa nikótíntyggigúmmí á netinu.

Hvaða kostir og gallar eru við nikótíntyggigúmmí?

Fyrir suma getur nikótíntyggigúmmí verið fullkomin leið til að halda reykingalöngun í skefjum. En hjá öðrum eru það aðrar tegundir nikótínlyfja sem virka best. Við erum öll ólík og öll nikótínlyf hafa kosti og ókosti í för með sér.

Kostir nikótíntyggigúmmís geta verið:

  • Gott og ferskt bragð í mörgum mismunandi útgáfum
  • Einfalt í notkun
  • Hefur hröð áhrif á reykingalöngun
  • Hægt að stjórna losun nikótíns með því að tyggja mismunandi mikið
  • Örvar munninn, sem getur verið gott fyrir þá sem eru að hætta að reykja.

 

Ókostir nikótíntyggigúmmís geta verið:

  • Óþægilegur kostur ef þú ert með tannvandamál
  • Vissar aukaverkanir, eins og t.d. erting í hálsi og hálsbruni
  • Einnota vara sem þú þarft að fleygja
  • Getur valdið niðurgangi

 

Ertu ekki viss um að nikótíntyggigúmmí henti þér? Keyptu minnstu pakkninguna og prófaðu. Ef þér finnst tyggjóið óþægilegt eða ef það skilar ekki þeim árangri sem þú vilt skaltu muna að það eru til margar aðrar tegundir nikótínlyfja. Það eru miklar líkur á því að þú finnir einhverja lausn sem hentar einmitt þér.

Hvað inniheldur nikótíntyggigúmmí?

Virka efnið í nikótíntyggigúmmíi er auðvitað nikótín. Nikótínið losnar þegar þú tyggur og það er tekið upp af slímhimnunni í munninum. Nikótíntyggigúmmí getur einnig innihaldið sorbítól. Það er sykurtegund sem er til í náttúrunni, til dæmis í eplum og öðrum ávöxtum og berjum. Sorbítól er notað sem sætuefni og gefur tyggigúmmíinu gott bragð – það getur verið hægðalosandi ef þú færð of mikið af því.

Hefur nikótíntyggigúmmí einhverjar aukaverkanir?

Sumir eru næmari en aðrir og mismunandi fólk getur brugðist við á mismunandi hátt við ákveðnum hlutum. Nikótíntyggigúmmí fylgja nokkrar þekktar aukaverkanir sem geta komið fram. Ef þér finnst erfitt að nota tyggigúmmí getur þú prófað aðrar tegundir nikótínlyfja.

Dæmi um aukaverkanir nikótíntyggigúmmís:

  • Ógleði
  • Eymsli í hálsi
  • Niðurgangur
  • Hósti
  • Hiksti
  • Munnangur
  • Ropi
  • Þreyta
  • Höfuðverkur

Er nikótíntyggigúmmí slæmt fyrir tennurnar?

Tygging á nikótíntyggigúmmíi getur ert tennur og tannhold. En samanborið við áhrif sígarettna á tennurnar, með mislitun og losnun tanna úr tannholdi, er tyggigúmmí mun betri valkostur.

Hve mikið nikótín inniheldur nikótíntyggigúmmí?

Nikótíntyggigúmmí er til í mismunandi styrkleikum sem gerir það að verkum að þú getur fundið skammtastærð sem hentar þér.

 Algengur styrkleiki er:

  • 2 mg
  • 4 mg

Þar sem bæði er til sterkt og veikt nikótíntyggigúmmí áttu möguleika á því að taka nægt magn til að ráða við þín fráhvarfseinkenni. Því meiri sem dagleg neysla þín á tóbaki er, því sterkara tyggigúmmí þarft þú að hafa í upphafi.

Ef þú reykir minna en 20 sígarettur á dag, getur 2 mg tyggigúmmí verið nóg til að halda lönguninni í reykingar í skefjum. Ef þú ert stórreykingamanneskja verður þú að nota sterkara tyggigúmmí.

Hve lengi á ég að nota nikótíntyggigúmmí?

Lengd meðferðar er mismunandi milli einstaklinga, á sama hátt og tóbaksfíkn er mismunandi milli einstaklinga. Sumir losna tiltölulega auðveldlega við nikótínið en aðrir þurfa að glíma við þennan vanda mun lengur.

Ráðlögð meðferðarlengd er um það bil 3 mánuðir með nikótíntyggigúmmíi. Eftir það er mælt með að reyna að draga úr fjölda skammta á dag til að geta loksins lifað alveg án nikótíntyggigúmmís.

Þegar þú hefur komið reglu á notkun tyggigúmmís og þegar þér finnst þú geta höndlað löngunina í reykingar getur þú byrjað að minnka skammtastærðir. Flestir geta ráðið við 8 til 12 stykki af nikótíntyggjói á dag, óháð nikótínstyrk í tyggjóinu.

Hjá venjulegu fólki eru 8 til 12 tyggigúmmí á dag góður skammtur – án tillits til þess hversu mikið nikótín er í tyggigúmmíinu.

Notaðu aldrei meira en 24 nikótíntyggigúmmí á dag. Þegar þú skerð niður skammtinn getur þú til dæmis skipt yfir í veikara tyggigúmmí til þess að geta smám saman vanið þig alveg af því.

Reyndu að draga hægt og bítandi úr notkun tyggigúmmís. Langvarandi notkun nikótíntyggigúmmís í meira en eitt ár er ekki ráðlögð.

Ráð 1. Það er mikilvægt að upphafsskammturinn sé ekki of lágur. Undirskömmtun dregur úr líkum á að verða tóbakslaus.

 

Ráð 2. Finnst þér þú vera tilbúinn að hætta notkun nikótíntyggigúmmís? Finnst þér þú vera laus við fráhvarfseinkennin. Gott! Ef þú átt nokkur tyggigúmmí eftir í pakkningunni skaltu geyma þau. Jafnvel þótt þú sért reyklaus og hafir vanið þig alveg af notkun tóbaks getur verið góð hugmynd að vera með tyggigúmmí aðgengilegt – löngunin getur komið fram við ólíklegustu aðstæður og getur jafnvel komið fram þegar þú átt síst von á því. Að geta þá fljótt unnið gegn lönguninni í reykingar dregur úr líkunum á því að þú kveikir í sígarettu!

Hvernig veit ég hvort nikótíntyggigúmmí hentar mér?

Ef þú notar tyggigúmmí gæti verið einfalt fyrir þig að venjast nikótíntyggigúmmíi. Þá er það ekki framandi eða skrýtið að tyggja tyggigúmmí. Það getur einnig hentað þeim sem finnst erfitt að losna við vanann af því að vera með eitthvað í munninum – mörgu reykingafólki finnst nefnilega andlegi þátturinn og vaninn jafn erfiður viðfangs og líkamlega löngunin í nikótín.

Notkun nikótíntyggjógúmmís gerir manni kleift að stjórna því magni nikótíns sem losnar– það er til dæmis ekki mögulegt með nikótínplástri.

Nikótíntyggjó er auðvelt í notkun og handhægt að geyma í handtöskunni eða vasanum. Það er gott fyrir þig að vita að þú ert með tyggigúmmí við höndina þegar reykingalöngunin gerir vart við sig.

Eina leiðin til að vita hvort nikótíntyggigúmmí hentar þér er að prófa það.

  • Færðu ekki þau áhrif sem þú vilt?
  • Finnst þér tyggjóið bragðvont?
  • Er erfitt að tyggja?

Þá eru til margar aðrar tegundir nikótínlyfja. Leitaðu ráða hjá lækni eða lyfjafræðingi. Að verða tóbakslaus ætti ekki að vera erfiðara en það nú þegar er.

Ó nei, ég gleypti nikótíntyggigúmmíið mitt! Er það hættulegt?

Nei – að kyngja nikótíntyggigúmmíi hefur enga sérstaka hættu í för með sér fyrir heilsuna. 😊 Tyggigúmmíið er hannað til að nota í munni og er aðlagað að slímhimnum munnholsins sem eiga að taka upp nikótínið. Ef þú gleypir óvart tyggigúmmíið helst nikótínið einfaldlega kyrrt í tyggigúmmíinu – líkaminn tekur ekki upp nikótínið í maganum og þú færð því ekki nægilega hjálp gegn fráhvarfseinkennum.

Get ég notað nikótíntyggigúmmí á meðgöngu?

Nikótín er skaðlegt fyrir fóstrið. Á meðgöngu ættir þú ekki að nota nikótínvörur til að hætta að reykja heldur beita öðrum aðferðum. Nikótínið í blóði móðurinnar berst nefnilega yfir til fóstursins og getur skert blóðflæðið til fylgju, legköku og legs – sem getur haft mjög neikvæð áhrif á þroska fóstursins eða orðið til þess að barnið fæðist fyrir tímann.

Nikótín berst einnig út í brjóstamjólk – þú átt því að forðast nikótíntyggigúmmí, nikótín og tóbak algjörlega á meðan þú ert með barn á brjósti.

Nikótíntyggigúmmí og börn

Börn eiga ekki að fá í sig nikótín – það er eiturefni og börn eru einkar viðkvæm fyrir því. Nikótíntyggigúmmí skal því að sjálfsögðu geyma þar sem börn hvorki ná til né sjá – sérstaklega vegna þess að það er svo gott á bragðið. Kannski hafa börnin vanist venjulegu tyggigúmmí og finnst það mjög gott? Þá getur nikótíntyggigúmmí verið lúmskt, þar sem það líkist hefðbundnu tyggjói.