Óbeinar reykingar – heilsufarsvandi og umhverfisvandamál
Reykingar hafa ekki bara áhrif á þann sem reykir. Jafnvel ættingjar og þeir sem eru í nágrenni þess sem reykir geta orðið fyrir neikvæðum áhrifum – jafnvel þó þeir hafi sjálfir aldrei kveikt í sígarettu. Að hætta að reykja getur þannig verið jákvætt fyrir fleiri en þig. Fjölskylda þín og vinir hagnast einnig á því að þú hættir að reykja.
Allt um óbeinar reykingar
Hvað er átt við með óbeinum reykingum?
Óbeinar reykinga þýða að þú reykir ekki sjálf/ur heldur færð þú tóbaksreykinn frá fólki í umhverfi þínu og þannig verður þú fyrir þeim neikvæðu áhrifum sem reykingar hafa í för með sér.
Að verða fyrir óbeinum reykingum í langan tíma felur í sér jafn mikla áhættu fyrir heilsuna og hefðbundnar reykingar.
Hvað þýða óbeinar reykingar fyrir heilsu mína?
Að anda að sér tóbaksreyk frá öðrum er í raun það sama eins og að reykja sjálfur. Sá sem verður fyrir óbeinum reykingum getur því fengið í sig jafn mikið af þeim skaðlegu efnum og eiturefnum sem eru í tóbaksreyk og reykingamaðurinn sjálfur. Ef maður er þar að auki viðkvæm/ur fyrir reyk þá geta óbeinar reykingar orðið óþægilegar og ertandi. Svo er lyktin ekki góð – lyktin festist í fötum þess sem ekki reykir á sama hátt og hjá reykingafólkinu sjálfu.
Algeng einkenni eða erfiðleikar vegna óbeinna reykinga eru:
- erting í augum
- hósti
- sviðatilfinning í hálsinum
- höfuðverkur
- andþyngsli
Hvað gerist í líkamanum þegar maður reykir?
Reykmagnið og hversu lengi maður er útsettur fyrir óbeinum reykingum hefur bein áhrif á það hversu neikvæð áhrifin eru á heilsuna.
- Útsetning fyrir tóbaksreyk í langan tíma getur aukið líkur á lungnakrabbameini um 20%.
- Hættan á hjartaáfalli eykst um 30 prósent.
- Hjá fólki með hjartasjúkdóma geta óbeinar reykingar aukið hættuna á andnauð.
- Astmi og ofnæmi geta versnað vegna óbeinna reykinga og einnig hættan á langvinnum sjúkdómum í öndunarvegi.
Reykir þú en vilt draga úr heilsufarsáhættu fyrir nærumhverfi þitt og fjölskyldu þína? Mundu þá eftirfarandi:
- Reyndu alltaf að halda þig í mikilli fjarlægð frá öðrum, einkum börnum.
- Reyndu að skipta um föt eftir að þú hefur reykt – reykmettuð föt bera með sér eiturefni úr sígarettureyk.
- Prófaðu að sleppa sígarettunni og fá þér í staðinn nikótínlyf, til dæmis sogtöflur eða nikótínúða. Þessi lyf losa þig við stærsta hlutann af lönguninni og hafa ekki neikvæð áhrif á líf annarra í kringum þig.
Óbeinar reykingar og börn
Börn og tóbak eiga að sjálfsögðu ekki samleið og ungabörn eru sérstaklega viðkvæm fyrir óbeinum reykingum. Börn sem alast upp í umhverfi sem er fyllt tóbaksreyk fá oftar sýkingar í lungu og eyru heldur en börn sem búa á reyklausum heimilum. Þetta gerist vegna þess að lungu þeirra starfa einfaldlega verr og slímhimnur og öndunarvegurinn eru viðkvæmari fyrir sýkingum.
Ertu nýlega orðin/n foreldri? Mundu að óbeinar reykingar auka líkurnar á vöggudauða. Að halda heimilinu lausu við tóbaksreyk er öruggasta og heilsusamlegasta leiðin. 🚭
Að hætta að reykja sem foreldri er þannig stór gjöf ekki bara til foreldrisins heldur einnig til barnanna og til makans. Fjölskyldan á meiri möguleika á heilsusamlegu lífi og þannig fær maður mögulega lengri tíma með ástvinum sínum.
Óbeinar reykingar á meðgöngu og við brjóstagjöf
Ef þú ert barnshafandi er þér ráðlagt að forðast reykfyllt rými eins og hægt er. Reykurinn sem móðirin andar að sér hefur nefnilega afar neikvæð áhrif á fóstrið. Meðal annars er líklegra að barnið fái ofnæmi eða astma.
En það er því miður hægt að lengja listann yfir áhættuna enn frekar. Ein rannsókn sýnir til dæmis fram á að óbeinar reykingar á meðgöngu geti skert hreyfigetu og athyglisgáfu barnsins umtalsvert. Barn móður sem hefur verið í reykfylltu umhverfi er einnig líklegra til að verða háð tóbaki á unglingsaldri.
Hvaða áhrif hafa óbeinar reykingar á hundinn minn og önnur gæludýr?
Það er ekki bara heilsa fólks sem er í hættu þegar um er að ræða óbeinar reykingar. Meira að segja fjórfættum vinum okkar líður illa ef mamma eða pabbi reykja. Rannsókn frá Háskólanum í Glasgow bendir til dæmis á að hættan á því að gæludýr fái krabbamein eykst á heimilum þar sem er reykt.
Kettir eru í sérstaklega mikilli hættu. 😿 Tilgáta vísindamanna er að mikið magn skaðlegra efna festist í feldi katta og síðan sleikja kettirnir sig og þrífa og fá eiturefnin í sig.
Við verðum einnig að muna að gæludýrin okkar eru flest með lítil og mjög viðkvæm nef. Fólk á oft í erfiðleikum vegna lyktarinnar af tóbaksreyk. Hundur sem er með mun næmara þefskyn verður því líklega fyrir enn meiri ertingu en við mennirnir.
Lyfjaver
Lyf og heilsa
Lyfja
Lyfjaval
Urðarapótek
Garðs apótek
Apótek Vesturlands