Mobile-image-left-pp-is-700x577.png
Mobile-image-right-pp-is-700x859.png
skammtaposi-is-483x716.png (1)

Zonnic Skammtaposar

Oft á ekki við að nota tóbak og þá er Zonnic mint skammtaposi  góð lausn. Zonnic skammtaposi, eða nikótínposi eins og hann er stundum kallaður, er einstakur og falinn, með mildu mintubragði og vinnur gegn reykingalöngun. Þar sem nikótín losnar yfir lengri tíma úr skammtaposanum er hann góður félagi, t.d. á fundum eða í flugi. Þetta er kannski ástæðan fyrir vinsældum hans!

Hver pakkning inniheldur 20 skammtaposa og fæst í 4 mg styrkleika. Þú getur stjórnað því hversu mikið nikótín losnar úr posanum. Til að auka losun nikótíns úr posanum er gott að færa hann til öðru hverju með tungunni en til að minnka losun nikótíns úr posanum á að láta hann liggja óhreyfðan.

Svona ferð þú að

Zonnic mint skammtaposarnir eru
vættir með tungunni og settir
undir vörina og látnir vera þar í
um það bil 30 mínútur. Til að
fá aukin áhrif - færið posann
til öðru hverju.

Við tóbakslöngun er einn
nikótínposi settur undir vörina.
Í flestum tilvikum nægja
8-12 nikótínposar á dag.
Ekki má nota fleiri en
24 nikótínposa á dag.

Þegar þú ert tilbúin/n getur þú
minnkað skammt nikótins smám
saman með því að fækka
nikótínposum sem þú notar á dag.
Einnig er hægt að nota Zonnic
skammtaposa til að sleppa
einni sígarettu öðru hverju.

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og í fylgiseðli um hvernig nota á Zonnic skammtaposa.

Við hvaða aðstæður hentar að nota skammtaposa?
Þegar þú vilt ekki eða getur ekki notað tóbak er Zonnic mint skammtaposi góð lausn, hvenær og hvar sem er. Zonnic skammtaposi, eða nikótínposi eins og hann er stundum kallaður, losar nikótín úr posanum yfir lengri tíma. Magn nikótíns sem losnar úr posanum fer eftir því hversu mikið posinn er vættur. Zonnic mint hjálpar þér að vinna gegn reykingalöngun, t.d. í vinnunni eða þegar þú ert á ferðinni.

Hvernig á að nota skammtaposa?
Með skammtaposa getur þú stýrt hversu mikið nikótín losnar úr posanum. Til að auka losun nikótíns úr posanum er gott að færa hann til öðru hverju með tungunni en til að minnka losun nikótíns úr posanum á að láta hann liggja óhreyfðan.

Hvað gerist ef ég gleypi skammtaposa fyrir slysni?
Lítil hætta er á eitrun ef þú gleypir posa fyrir slysni, þar sem nikótínið mun losna hægt og aðeins að hluta. Fæst hér.

 

Zonnic skammtaposar eru lyf en það þýðir að sýnt hefur verið fram á virkni þeirra í klínískum rannsóknum gegn reykingalöngun og þeir hafa verið samþykktir af Lyfjastofnun. Zonnic mint inniheldur því aðeins viðurkennd og samþykkt innihaldsefni. Einnig þurfa húsnæði, tæki og starfsmenn framleiðslunnar að uppfylla kröfur um framleiðslu lyfja. Framleiðendur Zonnic voru fyrstir í heimi til að þróa svona skammtaposa og eru mjög stoltir af! Stöðugt er unnið að frekari vöruþróun í nýju framleiðslueiningu
Zonnic í Svíþjóð.