Mobile-image-left-spray-700x593.png
Mobile-image-right-spray-is-700x689.png
munnholsúði-is-483x716.png (3)

Zonnic Munnholsúði

Þegar reykingalöngunin er mikil getur verið gott að fá hjálp sem fyrst. Zonnic nikótínúði er með frískandi piparmintubragði og gefur virkni á aðeins einni mínútu. Úðaglasið er lítið og og með einstökum úðastúti, en notkun úðans verður bæði auðveldari og áhrifaríkari með úðastútnum. Stúturinn lágmarkar magn nikótíns sem berst niður í háls og maga, þar sem það getur valdið ertingu.

Úðaglasið inniheldur 40 eða 200 úðaskammta. Byrjaðu á að prófa minna úðaglasið til að kanna hvort nikótínúði hentar þér. Nikótínúðinn er einnig til í tvöfaldri pakkningu (2x200 úðaskammtar), sem er hagkvæmasta pakkningin. Tvöfalda pakkningin er ekki bara sú hagkvæmasta, heldur hefur hún þá kosti að hægt er að skipta henni upp þannig að þú hefur Zonnic ávallt við hendina. Þú getur t.d. haft annað úðaglasið heima en hitt í vinnunni.

Svona gerir þú

Snúið úðastútnum til hliðar. Úðið á milli kinnar og tanna.

Notið einn skammt (1-2 úðar) þegar reykingalöngun gerir vart við sig. Finndu þann skammt sem hentar þér. Hámarksskammtur
er 64 úðar á dag.

Nikótínúði er góður valkostur í aðstæðum þar sem ekki er við hæfi að reykja. Mundu að hver sígaretta sem þú sleppir er sigur!

Hvenær hentar að nota nikótínúða?
Zonnic munnholsúði er fljótvirkur og virkar á aðeins 1 mínútu. Ef þú þarft fljótvirka hjálp gegn reykingalöngun er nikótínúði góður valkostur. Nikótínúði er góður félagi í lengri ferðlög þar sem hann má vera í handfarangri, úðaglösin innihalda 3 ml eða 15 ml.

Regluleg notkun nikótínúða lengur en í 1 ár er almennt ekki ráðlögð. Því skal ekki nota Zonnic pepparmint lengur en í 1 ár án þess að leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi.

Hverjir eru kostir zonnic úðastútsins?
Með einstaka úðastútnum er úðanum beint á milli kinnar og tanna
og nikótínið frásogast strax í munnholinu. Með því að beina úðanum á milli
kinnar og tanna minnkar hættan á aukaverkunum. Stúturinn lágmarkar
það magn nikótíns sem berst niður í háls og maga, þar sem það getur
valdið ertingu.