Hver sígaretta
sem þú sleppir er sigur!

SPURNINGAR OG SVÖR UM ZONNIC NIKÓTÍNLYF

HVERJIR ERU KOSTIR ZONNIC?

Öll erum við ólík. Sumir vilja hætta alveg að reykja. Aðrir vilja hætta að reykja á eigin hraða og enn aðrir eru kannski ekki tilbúnir að hætta að reykja heldur vilja nota tóbakslausan valkost öðru hverju. Nikótínlyf eru notuð gegn tóbaksfíkn. Þau útvega líkamanum það nikótín sem hann er vanur að fá, en án þeirra skaðlegu efna sem eru í tóbaki. Zonnic veldur hvorki gulum tönnum né andremmu. Frískandi og góður kostur til að sleppa einni sígarettu öðru hverju.

 

HVAR GET ÉG KEYPT ZONNIC?

Zonnic er selt á sömu stöðum og tóbak, m.a. í verslunum, sjoppum, bensínstöðvum og öllum apótekum. Zonnic fæst hér.

 

GET ÉG NOTAÐ ZONNIC GEGN TÓBAKSLÖNGUN?

Já, þú getur notað Zonnic gegn tóbakslöngun. Ef þú hefur ákveðið að hætta að reykja getur verið sniðugt að prófa Zonnic vörurnar í nokkur skipti á meðan þú reykir enn. Ef þú vilt draga úr reykingum getur þú skipt út einni eða fleiri sígarettum á dag fyrir Zonnic. Þitt er valið!

 

MÁ ÉG NOTA ZONNIC EF ÉG ER BARNSHAFANDI EÐA MEÐ BARN Á BRJÓSTI?

Þú ættir ekki að reykja ef þú ert barnshafandi eða með barn á brjósti. Barnshafandi konur eiga einungis að hefja notkun Zonnic ef nikótínlöngunin er mjög mikil og þá í samráði við lækni.

 

ÉG FÆ BÆÐI BRJÓSTSVIÐA OG ERTINGU Í MAGA VIÐ NOTKUN NIKÓTÍNLYFJATYGGIGÚMMÍS. VELDUR ZONNIC SLÍKUM ÓÞÆGINDUM?

Nikótín getur valdið óþægilegum en hættulausum sviða í koki og maga ef því ef kyngt. Nikótínið úr Zonnic skammtaposum frásogast í munnholinu sem lágmarkar magn nikótíns sem berst niður í háls og maga, þar sem það getur valdið ertingu. Úðið Zonnic munnúðanum á milli kinnar og tanna. Forðist að úða beint í kokið.

 

HVAÐ GERIST EF ÉG GLEYPI SKAMMTAPOSA FYRIR SLYSNI?

Lítil hætta er á eitrun ef þú gleypir posa fyrir slysni, þar sem nikótínið mun losna hægt og aðeins að
hluta úr posanum.

 

HVAÐ ÞÝÐIR AÐ ZONNIC SÉ LAUSASÖLULYF?

Zonnic er lausasölulyf en það þýðir að sýnt hefur verið fram á virkni þess í klínískum rannsóknum gegn reykingalöngun. Zonnic er öruggur valkostur ef þú vilt nota nikótínlyf. Lyfjastofnun er sú stofnun sem samþykkir og hefur eftirlit með lyfjum á Íslandi. Til að fá leyfi til að selja lyf á Íslandi þarf Lyfjastofnun að samþykkja það, m.a. eftir að hafa yfirfarið rannsóknargögn lyfsins.

Stofnunin metur hvort lyf uppfyllir allar þær lagalegu kröfur sem gerðar eru til þeirra, eins og t.d. um vikni, öryggi og gæði. Zonnic uppfyllir kröfur stofnunarinnar. Lesið vandlega upplýsingar í fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Sjá nánar hér.

 

ERU ZONNIC VÖRURNAR VEGAN?

Já. Zonnic vörurnar innihalda engin efni úr dýraríkinu.

 

 

 

 

Zonnic fæst hér
Zonnic fæst hér