Hver sígaretta
sem þú sleppir er sigur!

SPURNINGAR OG SVÖR UM REYKINGAR OG ÓBEINAR REYKINGAR

HVAÐ GERIST Í LÍKAMANUM ÞEGAR MAÐUR REYKIR?

Sígarettureykur inniheldur yfir 6.500 efni og af þeim eru um það bil 150 efni sem búið er að sanna að séu skaðleg. Þessi skaðlegu efni eru m.a. eitraðir þungmálmar og kolmónoxíð, sem geta valdið hjarta- og æðaskemmdum og krabbameinsvaldandi efni eins og bensen. Þegar kveikt er í sígarettu eiga sér stað efnahvörf sem mynda eitraðar lofttegundir sem eykur hættu á lungnaskaða sé þeim andað inn. Skaðlegu efnin geta borist um allan líkamann með blóðrásinni.

 

HVAÐ GERIST ÞEGAR MAÐUR HÆTTIR AÐ REYKJA?

Það tekur um 20 mínútur fyrir púls og blóðþrýsting að komast aftur í sitt fyrra horf og meira en 12 klukkutíma að ná aftur eðlilegum styrk kolmónoxíðs frá því að sígaretta var reykt. Blóðrás og lungnastarfsemi fer batnandi eftir 2-12 vikur. Insúlínnæmi eykst og hætta á æða- og hjartasjúkdómum minnkar við að hætta að reykja. Meira að segja verður lyktar- og bragðskynið næmara. Mestu breytingarnar sem verða við að hætta að reykja taka aðeins lengri tíma, þegar maður hefur verið reyklaus í 1 ár hefur hættan á hjartaáfalli minnkað um helming og eftir 10 ár hefur hættan á lungnakrabbameini einnig minnkað um helming.

 

HVAÐA ÁHRIF HAFA ÓBEINAR REYKINGAR Á LÍKAMANN?

Flestir vita hversu skaðlegar reykingar eru en færri vita hversu skaðlegar óbeinar reykingar eru. Óbeinar reykingar geta verið eins skaðlegar og beinar reykingar, sérstaklega ef einstaklingur býr með eða er mikið í návist reykingamanns, þar sem ekki er hægt að reykja sígarettu án þess að reykurinn berist út í umhverfið. Börn eru sérstaklega viðkvæm fyrir óbeinum reykingum.

 

 

Zonnic fæst hér
Zonnic fæst hér