Hver sígaretta
sem þú sleppir er sigur!

NIKÓTÍN OG NIKÓTÍNÁVANI

ER HÆTTULEGT AÐ NOTA NIKÓTÍNLYF?

Nikótínlyf eru ekki talin skaðleg heilsunni, sérstaklega samanborið við reykingar eða hættuna á að byrja aftur að reykja. Sýnt hefur verið fram á að um það bil 150 af þeim 6.500 efnum sem eru í sígarettureyk eru skaðleg. Nikótín veldur ekki þeim sjúkdómum sem reykingar valda, eins og t.d. lungnakrabbameini. Áhrif nikótíns á líkamann eru bæði skammtaháð og afturkræf, þ.e. áhrifin hverfa ef líkaminn fær ekki meira nikótín. Nikótínlyf eru alltaf öruggari valkostur en tóbak.

 

HVERNIG VIRKAR NIKÓTÍN Á LÍKAMANN?

Frásog nikótíns inn í líkamann getur verið á marga vegu. Nikótín frásogast best í gegnum slímhimnur, eins og t.d. í munni og lungum. Nikótín fer í heilann og losar dópamín sem er taugaboðefni í heilanum sem framkallar vellíðan. Tóbaksnotendur lýsa áhrifum nikótíns sem örvandi eða róandi og þeir upplifa vellíðan við notkun þess.

 

HVAÐ GERIST ÞEGAR LÍKAMINN HÆTTIR AÐ FÁ NIKÓTÍN?

Þegar líkaminn fær ekki það nikótín sem hann er vanur að fá geta komið fram fráhvarfseinkenni, bæði andleg og líkamleg einkenni. Vegna fráhvarfseinkenna getur verið erfitt að hætta að reykja. Skapstyggð, kvíði og eirðarleysi eru algeng fráhvarfeinkenni. Með nikótínlyfjum er hægt að koma í veg fyrir eða a.m.k. draga úr fráhvarfseinkennum með því að halda áfram að útvega líkamanum það magn af nikótíni sem hann er vanur að fá. Þegar þú ert tilbúin/n getur þú minnkað skammt nikótíns smám saman með því að fækka fjölda nikótínposa sem þú notar á dag þar til þú getur verið alveg án nikótíns.

 

 

Zonnic fæst hér
Zonnic fæst hér