PERSÓNUVERNDARSTEFNA OG ALMENNIR NOTENDASKILMÁLAR

PERSÓNUVERNDARSTEFNA OG ALMENNIR NOTENDASKILMÁLAR

Í þessari persónuverndarstefnu með almennum notendaskilmálum („persónuverndarstefna“) er því lýst hvernig Niconovum AB („Niconovum“) meðhöndlar persónuupplýsingar á zonnic.se („vefsvæðið“). Á öðrum vefsvæðum sem tilheyra félögum í Niconovum-samsteypunni kunna að gilda sérstakar persónuverndarstefnur sem stýra vinnslu persónuupplýsinga á þeim svæðum.

Þú skalt lesa alla stefnuna vandlega. Með notkun vefsvæðisins eða með því að afhenda Niconovum persónuupplýsingar, samþykkir þú þá skilmála sem lýst er í stefnunni. Sért þú ósátt(ur) við að við förum með persónuupplýsingar þínar á þann hátt sem hér er lýst, skaltu ekki láta okkur fá persónuupplýsingar um þig eða nota þetta vefsvæði.

Til þess kann að koma að Niconovum þurfi að gera breytingar á stefnunni, til dæmis vegna lagabreytinga, breytinga á meðferð okkar á persónuupplýsingum eða við tilkomu nýjunga eða breytinga á vefnum. Þú verður því að kynna þér persónuverndarstefnuna með reglulegu millibili. Breytingar á persónuverndarstefnunni eru kynntar á vefsvæðinu eða með tölvupósti.

Vefsvæðið er einungis ætlað einstaklingum búsettum í Svíþjóð. Vefsvæðið er ekki ætlað börnum og ungmennum yngri en 18 ára. Meðvitað söfnum við ekki persónuupplýsingum frá þeim sem eru yngri en 18 ára á þessu vefsvæði. Ef þú ert yngri en 18 ára, förum við þess á leit að þú upplýsir foreldra þína eða forráðamenn um notkun þína á vefsvæðinu og tryggir að þeir samþykki meðhöndlun okkar á persónuupplýsingum um þig samkvæmt þessari persónuverndarstefnu.

SÖFNUN PERSÓNUUPPLÝSINGA

Söfnun persónuupplýsinga um þig gerist ýmist með virkum eða óvirkum hætti. 
- Virk söfnun persónuupplýsinga á sér stað þegar þú sjálf(ur) lætur í té persónuupplýsingar til að geta nýtt þér sérstakar aðgerðir á vefsvæðinu eða tekur þátt í aðgerðum á svæðinu (til dæmis þú gerist áskrifandi að fréttabréfi, óskar eftir ábendingum eða tillögum, tekur þátt í samkeppni eða nýtir þér tilboð og afslætti). 
-Óvirk söfnun persónuupplýsinga á sér stað þegar þú vafrar um vefsvæðið og upplýsingum er safnað með ýmiss konar tækni, svo sem gegnum IP-tölur, vafrakökur, merki, kladda- og netþjónsskrár. Nánar um vafrakökur undir lið 8 hér að neðan.


Í HVAÐA TILGANGI ER UNNIÐ MEÐ PERSÓNUUPPLÝSINGAR?

Með því að láta Niconovum í té persónuupplýsingar um þig, samþykkir þú að Niconovum vinni með þær í þeim tilgangi sem lýst er í þessari persónuverndarstefnu. Öll vinnsla persónuupplýsinga er í samræmi við persónuverndarlög.

Noconovum vinnur með persónuupplýsingar um þig í þeim tilgangi að veita þér þjónustu og upplýsingar um Niconovum og tengd félög, halda utan um þátttöku þína í samkeppnum og notkun á tilboðum og afsláttum hjá Niconovum og tengdum félögum, upplýsa þig um þjónustur og vörur sem verið geta áhugaverðar fyrir þig, upplýsa þig um breytingar og betrumbætur á vefsvæðinu og einnig til beinnar markaðssetningar og markaðsrannsókna. Þegar um er að ræða vinnslu persónuupplýsinga í tengslum við beina markaðssetningu, getur þú andmælt slíkri notkun með því að snúa þér skriflega til persónuverndarfulltrúa, sjá upplýsingar um tengiliði undir lið 7 hér að neðan.

Til að öðlast betri skilning á þörfum viðskiptavina okkar, kann að koma til þess að Niconova noti persónuupplýsingar til að fylgjast með notkun vefsvæðisins, til að skrá umferð um vefinn og til að afla upplýsinga um áhugamál og lýðfræðileg atriði.

Niconova mun ekki nota persónuupplýsingar um þig í neinum þeim tilgangi sem ekki samrýmist því sem gerð er grein fyrir í þessari stefnu, nema tilkynna þér um það fyrir fram og eftir að hafa aflað samþykkis frá þér fyrir slíkri notkun.

HVERJUM GETUR NICONONVUM LÁTIÐ Í TÉ PERSÓNUUPPLÝSINGAR UM ÞIG?

Til þess getur komið að Niconovoum afhendi þriðja aðila persónuupplýsingar þínar, að því marki sem lög heimila, til að vernda hagsmuni Niconovum. Niconovum gæti einnig afhent þriðja aðila persónuupplýsingar til að gera Niconovum mögulegt að reka starfsemi sína (hér gæti verið um að ræða, markaðssetningar- eða almannatengslastofur eða markaðsrannsóknarfyrirtæki sem Niconovum skiptir við í þeim tilgangi sem lýst er í 2. lið hér að ofan), til að koma í veg fyrir afhjúpun upplýsinga, til að vernda öryggi persónuupplýsinga, til að verjast svikum eða í þeim tilgangi að bregðast við ógnum og til að mæta lagakröfum eða öðrum kröfum á hendur Niconovum í málaferlum. Niconovum gæti enn fremur afhent persónuupplýsingar öðrum fyrirtækjum í samsteypunni, þar með talið fyrir tækjum í löndum utan ES/EES í þeim tilgangi sem fjallað er um í lið 2 hér að ofan, sem og til kaupanda utan ES/EES í tengslum við sölu eða yfirtöku á Niconovum eða vefsvæðinu. Ef til þessa kemur mun Niconovum tryggja að kaupandi samþykki að meðhöndla persónuupplýsingar á þann hátt sem lýst er í þessari persónuverndarstefnu.

Afhending til þriðja aðila mun þá og því aðeins eiga sér stað að viðtakandinn samþykki að meðhöndla persónuupplýsingar á þann hátt sem lýst er í þessari persónuverndarstefnu. Áður en afhentar verða persónuupplýsingar um þig, umfram það sem lýst er í þessari persónuverndarstefnu, mun Niconovum leita samþykkis þíns.

ÖRYGGISMÁL

Niconovum notar viðeigandi stjórnunaraðferðir og tæknilausnir til að vernda persónuupplýsingar, sem við vinnum með, gegn tjóni, þjófnaði og óleyfilegri notkun. Niconovum leitast enn fremur við að tryggja að allar persónuupplýsingar séu réttar, nýjar og fullnægjandi. Niconovum tekur þó enga ábyrgð á að þær upplýsingar sem þú lætur í té séu réttar, nýjar eða fullnægjandi og getur heldur ekki ábyrgst að upplýsingar sem fluttar eru á internetinu eða farsímanetum séu öruggar eða gallalausar.

AÐGANGUR AÐ UPPLÝSINGUM OG LEIÐRÉTTINGAR

Óskir þú upplýsinga um hvaða persónuupplýsingar um þig Niconovum vinnur með, geturðu sent beiðni þar um til info@niconovum.se. Einu sinni á ári getur þú fengið, þér að kostnaðarlausu, upplýsingar um hvað persónuupplýsingar um þig Niconovum vinnur með. Fyrir upplýsingagjöf umfram þetta greiðist samkvæmt verðskrá sem ákveður. Þú getur sent beiðnir á þetta sama netfang um leiðréttingar á röngum eða ófullkomnum persónuupplýsingum og enn fremur óskað eftir að tilteknum upplýsingum verði eytt.

ÁBYRGÐARAÐILI

Niconovum er ábyrgðaraðili vegna vinnslu persónuupplýsinga á þessu vefsvæði. Þú getur sett þig í samband við okkur í gegnum info@niconovum.se, Niconovum AB, Järnvägsgatan 13, 252 24 Helsingborg eða í síma 042-19 94 30.

Þessi heimilisföng og símanúmer má einnig nota til að afla annarra upplýsinga um vefsvæðið eða Niconovum.

VAFRAKÖKUR

Vafrakaka er lítið magn upplýsinga sem sent er frá vefsvæði og vistað á harða diskinum í tölvunni þinni í gegnum vafra. Vafrakakan inniheldur upplýsingar sem vefsvæði getur haft þörf fyrir til að auðvelda persónulega aðlögun innihalds vefsvæðisins. Vefsvæðið notar vafrakökur til að muna vafrann þinn og til að sjá hvort þú hefur þann hugbúnað sem nauðsynlegur er til fá aðgang að tilteknum upplýsingum/efni á vefsvæðinu. Hugbúnaður á vefsvæðinu notar vafrakökur líka til að bjóða upp á gagnkvæm samskipti á meðan þú notar vefsvæðið og til að veita þér aðgang að innihaldi vefsvæðisins.

Viljir þú ekki samþykkja vafrakökur er hægt að stilla vafrann þannig að hann hafni sjálfkrafa öllum beiðnum eða geri viðvart í hvert sinn sem vefsvæði biður um að fá að vista vafrakökur. Í vafranum er líka hægt að eyða vistuðum vafrakökum Á hjálparsíðum einstakra vafra má nálgast upplýsingar um þetta. Hægt er að nota vefsvæðið þótt vafrakökum sé hafnað, en það takmarkar virkni síðunnar.

NOTKUN Á VAFRAKÖKUM

Samkvæmt lögum um rafræn samskipti skulu allir sem heimsækja vefsvæði með vafrakökum upplýstir um:
-að vefsvæðið noti vafrakökur
- til hvers kökurnar eru notaðar
-hvernig hægt er að hafna kökum

Zonnic.se notar vafrakökur. Vafrakaka er lítil textaskrá sem vistuð er í tölvunni þinni. Vefsvæðið notar vafrakökur til að safna tölfræðiupplýsingum um tíðni heimsókna. Engar persónuupplýsingar eru vistaðar. IP-tölur eru ekki vistaðar.

Viljir þú ekki samþykkja vafrakökur er hægt að stilla vafrann þannig að hann hafni sjálfkrafa öllum beiðnum eða geri viðvart í hvert sinn sem vefsvæði biður um að fá að vista vafrakökur. Í vafranum getur þú líka eytt áður vistuðum vafrakökum. Á hjálparsíðum einstakra vafra má nálgast upplýsingar um þetta.

HLEKKIR Á VEFSVÆÐINU

Á vefsvæðinu okkar geta komið fyrir hlekkir yfir á önnur vefsvæði. Við vekjum athygli á að Niconovum tekur ekki ábyrgð á vernd persónuupplýsinga eða innihaldi á þeim vefsvæðum.

 

 

LAGALEGIR FYRIRVARAR

Niconovum á eða er einkaleyfishafi á vefsvæðinu og innihaldi þess og óhlutbundnum réttindum sem því fylgja. Upplýsingar og efni á vefsvæðinu í formi texta, mynda, hljóða, kvikmynda, kynninga, vörumerkja o. fl. er óheimilt að afrita, framsenda, dreifa, vista eða breyta án skriflegs leyfis Niconovum, nema um sé að ræða þvingandi löggjöf (til dæmis takmörkuð einkanot, not sem ekki eru viðskiptalegs eðlis) eða annað sé sérstaklega tekið fram á vefnum. Ef þú sendir upplýsingar til Niconovum eða vistar upplýsingar eða efni á vefsvæðinu, ert þú ábyrg(ur) fyrir að þú hafir rétt til þess og að það feli ekki í sér brot á réttindum eða persónuvernd nokkurs annars. Þú samþykkir að Niconovum eignist slíkar upplýsingar og efni sem þú sendir til Niconovum eða vistar á vefsvæðinu og Niconovum öðlast rétt til að notkunar á þessu efni sem og ótakmarkaðan rétt til að breyta og birta efnið og láta það öðrum í té.

Allt efni á vefsvæðinu er birt óbreytt og Niconovum ábyrgist ekki að innihaldið sé fullkomið, rétt eða nýtt. Niconovum áskilur sér rétt til að, hvenær sem er, fjarlægja, bæta við eða breyta innihaldi vefsvæðisins. Að svo miklu leyti sem lög leyfa hafnar Niconovum ábyrgð á tjóni og tapi, beinu og óbeinu, sem orsakast kann af notkun þinni á vefsvæðinu eða vegna þess að innihald vefsvæðis sé ekki aðgengilegt eða nýtist ekki fullkomlega.

ÁBYRGÐARAÐILI OG UPPLÝSINGAR

Ábyrgur fyrir útgáfu: Nils Siegbahn framkvæmdastjóri
Niconovum AB
Järnvägsgatan 13
252 24 Helsingborg
Svíþjóð
info@niconovum.se